Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 91
Stjórnarmenn Héraðsskjalasafns
Austfirðinga 1975-2016
Hér að neðan birtist skrá yfír aðalmenn í stjóm héraðsskjalasafnsins frá því að fyrsta stjórn
safnsins var skipuð árið 1975 og fram til ársins 2016. Greinarhöfundur tók þessa skrá saman
samhliða ritun greinarinnar.
Stjómarmönnum er raðað eftir því hvaða ár þeir tóku sæti í stjóm og tilgreint er hvaða
árabil þeir sátu. Einnig kemur fram hverjir vora formenn stjórnar og á hvaða árabili. Stjóm
héraðsskjalasafnsins var skipuð þremur mönnum frá því að fyrsta stjóm var skipuð og til
ársins 1992. Það ár var byggðasamlag stofnað um rekstur safnsins og var stjórnarmönnum þá
ijölgað í fímm. Sá fjöldi viðhélst til ársins 2011 en með breytingum á stofnsamningi héraðs-
skjalasafnsins sem gerðar voru það ár (og tóku gildi í ársbyrjun 2012) var stjómarmönnum
á ný fækkað í þrjá.
Alls hafa 32 einstaklingar (27 karlar og 5 konur) átt sæti í stjóm safnsins á þessu tímabili.
Núverandi stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga skipa: Olafur Valgeirsson (formaður),
Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Bjöm Hafþór Guðmundsson.
Stj órnarmenn héraðsskjalasafnsins
Ragnar Magnússon (1975-1982)
Jón Kristjánsson (1975-1988),
formaður 1975-1988
Helgi Gíslason (1975-1988)
Kristinn Kristjánsson (1983-1994),
fonnaður1988-1992
Þorleifúr Kristmundsson (1988)
Hrafnkell A. Jónsson (1989-1992
og 1995-1996)
Arndís Þorvaldsdóttir (1989-1992)
Lars Gunnarsson (1992)
Jón Ingi Einarsson (1992-1994),
formaður1992-1994
Ólafur Ragnarsson (1992-1996)
FinnurN. Karlsson (1992-2002),
formaður 1995-2002
Smári Geirsson (1992-2006)
Geir Hólm (1994-1995)
Arnbjörg Sveinsdóttir (1995-1997)
Sigurjón Bjamason (1996-1998)
Ómar Bogason (1996-2000)
Jón Grétar Einarsson (1997-2002)
Björn Aðalsteinsson (1998-2010),
formaður 2002-2010
Magnús Stefánsson (2000-2010)
Skúli Magnússon (2002-2003)
Jarþrúður Ólafsdóttir (2002-2005)
Þórhallur Borgarsson (2003-2006)
Bára Mjöll Jónsdóttir (2005-2006)
Ólafur Eggertsson (2006-2010)
Sævar Sigbjarnarson (2006-2010)
Ólafur Valgeirsson (2006-2016),
formaður 2012-2016
Páll Baldursson (2010-2012)
ÓlafurH. Sigurðsson (2010-2012),
formaður 2010-2011
Pétur Sörensson (2010-2014)
Ragnhildur Rós Indriðadóttir (2010-2016)
Björn Hafþór Guðmundsson (2014-2016)
89