Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 95
Farið á Skessu
1957, við Bóas Emilsson framkvæmdastjóra
Byggingafélagsins Snæfells sem byggði þá
línu. Það viðtal er mjög skemmtilegt og lýsir
Bóas þar tæpitungulaust all nýstárlegum
aðferðum við þá línubyggingu. Stuðlaheiðar-
lína var því tæplega tuttugu ára þegar hér var
komið sögu og var vírinn á henni orðin lélegur
og margteigður eftir ísingu liðinna vetra.
Til að fara yfír atburðina eins og þeir
gerðust þá er, samkvæmt upplýsingum úr
dagbókum Gísla og dagblöðum, upphafíð að
bilunum á raflínum á þessum tíma rakið til
austanáttar með nokkrum hlýindum og ísingu
ásamt mikilli snjókomu í kjölfarið.
Sunnudaginn 23. janúar kl. 10:30 slitn-
aði Stuðlaheiðarlína og var strax farinn leið-
angur ffá Fáskrúðsfirði á vélsleðum en vegna
ófærðar þá strandaði sá leiðangur. Var þá
rætt við mig hvort ég treysti mér til að fara
gangandi á Stuðlaheiði daginn eftir ef veður
gæfi. Uppúr kl. 20:00 um kvöldið þennan dag
slitnaði svo Eskifjarðarlína en við það fór allt
rafmagn af frá Lagarfoss og Grímsárvirkj-
unum til ijarða. Strax hófst undirbúningur að
því að komast á bilunarstað sem var í Tungu-
dal inn við Eskifjarðarheiði og stjómaði Gísli
Sigurðsson þeim leiðangri. Var hann kominn
á skaðasvæðið til viðgerðar um kl. 11:00 á
þriðjudagsmorgni þann 25. janúar. Það var
raunar þekkt snjóflóðasvæði sem þá þurfti að
fara inn á og kom í ljós að vegna snjóflóða
hafði brotnað þar staurastæða.
Að morgni þann 24. janúar kom Erling
Garðar Jónasson rafveitustjóri og hitti eftir-
talda línumenn í aðveitustöðinni við Stuðla:
Þröst og Börk Stefánssyni frá Egilsstöðum,
Börkur var okkar yngstur 17 ára gamall, Guð-
mund Olason frá Hauksstöðum á Jökuldal og
mig sem var elstur okkar félaga. Var skoðuð
ýtarlega sú hugmynd hvort mögulegt væri
að fara gangandi Reyðartjarðarmegin upp
á Stuðlaheiði. Lýsti Erling Garðar því svo í
samtali við mig fýrir nokkm að það hafi ráðið
úrslitum hvað ég hefði verið andskoti viljugur
Guðmundur Ólason frá Hauksstöðum vinnufélagi
greinarhöfundar í báðum ferðunum á Skessu. Eigandi
myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
til fararinnar. Enginn okkar hafði áður farið
á þessar slóðir.
í þessari för þurfti hver að bera með staura-
skó og línubelti en auk þess pressu og hólka
til að setja saman vír, keðjutalíur tvær til að
geta strekkt vírinn upp ásamt svokölluðum
froskum sem eru sérstakar klemmur sem
settar eru út á vírinn og strekkjaramir eru
kræktir í. Einnig þurftum við að taka með
stroffur og verkfæri sem nauðsynleg voru til
að strekkja inn vír eftir viðgerð, ásamt sér-
stökum áhöldum sem notuð voru til að berja
ísingu af vírum. Þá má ekki gleyma 18 tommu
skiptilyklum sem voru öllurn línumönnum
nauðsynlegir og helst þurfti að hafa tvo ef
losa þurfti lásrær.
Lögðum við strax af stað eftir fundinn
en þá em líkur til að klukkan hafi verið um
níuleytið og fómm við stuttan spöl vestur frá
aðveitustöðinni að gömlu línunni sem þar lá
á þeim tíma upp fjallið með beina stefnu til
suðurs á svonefnda Skessugjá. Við hófum
gönguna þar upp bratta brekku þar til komið
93