Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 96
Múlaþing
er á all mikinn hjalla sem heita Nónbotnar en
þeir liggja neðan við mikið klettabelti sem
línan lá að. Þaðan fór hún í einu hafi, 600
metra löngu, upp á klettabrún á austurbrún
Skessugjár í íjallinu Skessu. Göngufæri var
afleitt, djúpur snjór með skel sem brotnaði og
kafaði þá ýmist í mjóalegg og stundum í hné,
gengum við því í sporaslóð og skiptumst á að
fara fyrir og sóttist seint. Eftir að upp á hjall-
ann kom skánaði göngufærið og við héldum
til vesturs eftir hjallanum yfír svonefndan
Djúpbotn, samkvæmt korti, en hann er alltaf
kallaður Skessubotn af heimamönnum. Þá
verður fyrir hryggur sem er við enda kletta-
beltisins ofan við hjallann og fer klettabrúnin
lækkandi frá Skessugjá vestur að hryggnum
og innan hryggjarins er nafnlaust gil all djúpt
þar sem það sker brúnina.
Upp þennan hrygg ætluðum við að ganga
og lögðum á brattann upp frá svonefndum
Tröllasteinum en tröllsleg ömefni liggja víða
hér í landi. Ferðin sóttist seint og sáum við
að fallið hafði snjóflóð austast á hryggnum
og niður í Skessubotninn og sýndist hafa átt
upptök í hengju í bmninni en sýni til bninar-
innar var ekki gott. Tókum við það ráð að
ganga upp eftir hlaupfarinu enda mikið betra
göngufæri þar og töldum við minni líkur á
að kæmi annað snjóflóð í sama hlaupfarið.
Þegar kom að brúninni var að myndast ný
hengja þar sem sú fyrri hafði brostið en hún
var ekki það mikil að við kröfluðum okkur
upp í gegnum hana en báðum megin slúttu
myndarlegar hengjur.
Þegar upp fyrir þessa brún var komið lá
leiðin upp eftir hækkandi klettabrúninni í átt
að Skessugjá þar sem línan kom upp á kletta-
brúnina. Þegar þangað kom fór um okkur viss
feginleiki þegar við sáum að bilunin var ekki
í möstrunum á bjargbrúninni því ekki var það
kræsilegt að fara í stauraskóm í þau möstur
alísuð og kengbogin undan ísingarþunganum.
Skammt frá brúninni við línuna var lítill kofí
sem við opnuðum og hvíldum við okkur þar
Greinarhöfundur á námskeiði um snjóflóðabjörgun.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
smá stund auk þess sem við leituðum að vír
sem vera átti úti við kofann. Þurfti að grafa
hann upp því hann var nauðsynlegur vegna
viðgerða. Fundum við smá hönk sem við
tókum með okkur.
Héldum við nú með línunni sem tekur
stefnu á Brosaskarð. A línunni var mikil ísing,
mikill snjór var á leið okkar og veðrið var
strekkingsvindur og skafrenningur. Eftir að
hafa gengið alllanga leið komum við að bilun
þar sem einn vír af þremur var slitinn, tókst
okkur að gera við og strekkja aftur en til þess
þurfti að losa vírinn upp á nokkrum staura-
stæðum til að komast í svonefnt afspenn þar
sem hægt var að strekkja inn vírinn. Einnig
þurfti að berja ísingu af hinum vírunum á
sömu staurabilum þar sem ísingin var að sliga
staurastæðurnar og vírinn teigður niður undir
snjó. Eftir að hafa náð ísingunni af varð að
strekkja vírana jafnt en annars var hætta á
samslætti. Það var ekki auðvelt að ná jöfnu
94