Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 100

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 100
Múlaþing Gísli Sigurðsson línuverkstjóri hjá RARIK á Hallsteinsdalsvarpi 1978 mælir ísingu með gamla laginu. Ljósmynd: Arni Jón Elíasson. línuna á Skessu og skilaði okkur af sér við brekkurætur. Hér öxluðum við Guðmundur okkar byrðar sem við höfðum nú, mun þyngri en í fyrri ferð, vegna þess að nú þurftum við að bera með okkur all myndarlega vírhönk, reku og halimoníu, auk alls hins sama búnað og var í fyrri ferð. Þá vorum við ijórir en nú tveir. Hæðamiismunur er vel yfír 800 metrar þar sem línan liggur hæst. Fátt man ég frá þessari för okkar Guð- mundar utan þess að í miðri brekkunni upp að Nónbotnum hvíldum við og spurði þá Guðmundur mig þessarar afar erfiðu spum- ingar: „Til hvers í andskotanum eram við að þessu, og það fyrir einhverjar rafmagnslausar bræðslur?“ Hér er rétt að staldra við vegna þess að allur fréttaflutningur um þessar raf- magnstraflanir hafði fram að þessu snúist um bræðslur sem stöðvuðust og gert var mikið úr vegna þess hráefnis sem lá fyrir skemmdum. Lítið var fjallað um almenning sem varð að þola rafmagnsleysið og var stundum skammtað rafmagn í sumum byggðarlögum til almennings í tvo tíma á sólahring en utan þess var allt rafmagn sett í bræðslurnar. Svar- aði ég Guðmundi því til að ég gerði þetta fyrir fólkið en ekki bræðslurnar og eftir þetta svar dró Guðmundur ekki af sér og tel ég að þessi för okkar sé ein mesta mannraun sem ég hef komist í um ævina. Veður var síst betra en í fyrra skiptið og færðin mun verri. Þegar við komum að hryggnum þar sem við gengum áður upp, á hlaupfarinu eftir snjóflóðið, sáum við ekkert til brúnarinnar né að mótaði neitt fyrir gamla hlaupfarinu. Urðum við sammála um að best væri að veðja á að komast upp á brúnina vestur við nafnlausa gilið en þar hafði okkur sýnst í fyrri ferðinni að hengjur væra litlar sem engar þar sem gilið skar brúnina. Þar komumst við félagar upp og síðan að línunni, gengum eftir henni sem áður og fundum slit af völdum ísingar á þremur stöðum. Til að gera við þessi slit þurfti sex samsetningarhólka af tíu sem meðferðis voru og slatta af vír. Hófum 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.