Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 100
Múlaþing
Gísli Sigurðsson línuverkstjóri hjá RARIK á Hallsteinsdalsvarpi 1978 mælir ísingu með gamla laginu. Ljósmynd:
Arni Jón Elíasson.
línuna á Skessu og skilaði okkur af sér við
brekkurætur.
Hér öxluðum við Guðmundur okkar
byrðar sem við höfðum nú, mun þyngri en
í fyrri ferð, vegna þess að nú þurftum við
að bera með okkur all myndarlega vírhönk,
reku og halimoníu, auk alls hins sama búnað
og var í fyrri ferð. Þá vorum við ijórir en nú
tveir. Hæðamiismunur er vel yfír 800 metrar
þar sem línan liggur hæst.
Fátt man ég frá þessari för okkar Guð-
mundar utan þess að í miðri brekkunni upp
að Nónbotnum hvíldum við og spurði þá
Guðmundur mig þessarar afar erfiðu spum-
ingar: „Til hvers í andskotanum eram við að
þessu, og það fyrir einhverjar rafmagnslausar
bræðslur?“ Hér er rétt að staldra við vegna
þess að allur fréttaflutningur um þessar raf-
magnstraflanir hafði fram að þessu snúist um
bræðslur sem stöðvuðust og gert var mikið úr
vegna þess hráefnis sem lá fyrir skemmdum.
Lítið var fjallað um almenning sem varð
að þola rafmagnsleysið og var stundum
skammtað rafmagn í sumum byggðarlögum
til almennings í tvo tíma á sólahring en utan
þess var allt rafmagn sett í bræðslurnar. Svar-
aði ég Guðmundi því til að ég gerði þetta fyrir
fólkið en ekki bræðslurnar og eftir þetta svar
dró Guðmundur ekki af sér og tel ég að þessi
för okkar sé ein mesta mannraun sem ég hef
komist í um ævina.
Veður var síst betra en í fyrra skiptið
og færðin mun verri. Þegar við komum að
hryggnum þar sem við gengum áður upp, á
hlaupfarinu eftir snjóflóðið, sáum við ekkert
til brúnarinnar né að mótaði neitt fyrir gamla
hlaupfarinu. Urðum við sammála um að best
væri að veðja á að komast upp á brúnina
vestur við nafnlausa gilið en þar hafði okkur
sýnst í fyrri ferðinni að hengjur væra litlar
sem engar þar sem gilið skar brúnina. Þar
komumst við félagar upp og síðan að línunni,
gengum eftir henni sem áður og fundum slit af
völdum ísingar á þremur stöðum. Til að gera
við þessi slit þurfti sex samsetningarhólka af
tíu sem meðferðis voru og slatta af vír. Hófum
98