Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 107

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 107
Um byggingu Snæfellsskála 1970 og ævintýraferð austur á Hraun Bílalestin á leið til Snæfells, sem blasir hér við. Ljósmynd: HG. skálanum alls 13 km. og unnið að frágangi skálans. Vistir og sjúkragögn skilin eftir og hann á annan hátt búinn undir veturinn. - Bókfærður kostnaður við skálann var um áramót um 81.000,oo kr. Þar ekki taldar gjafir, t. d. efni, vinna og flutningur á efni. Vorið 1970 leit ég við á trésmíðaverkstæðinu hjá Völundi og fylgdist með áformum um byggingu Snæfellsskála og síðar einnig skál- ans í Kverkfjöllum. Virtist mér fyrirhuguð bygging við Snæfell sumarið 1970 geta auð- veldað mér að komast á innanverð Hraun og ákvað því að slást í för með leiðangrinum sem flytti efni í skálann. Það var síðdegis föstudaginn 7. ágúst 1970 að lagt var upp frá Egilsstöðum á um tug bifreiða, þar á meðal var hertrukkur Eðvalds Jóhannssonar sem flutti tilsniðið efni í vænt- anlegan skála. Haldið var upp eftir Jökul- dal og inn í Hrafnkelsdal þar sem gist var í tjöldum í kyrru en svölu veðri á grundum innan við Aðalból. Einn var þó sá í hópnum sem ekki skreið í tjald, heldur lagði sig í svefn- poka undir berum himni. Þetta var Steinþór Eiríksson vélsmiðurog listmálari, sem sagðist jafnan hafa þennan hátt á í svipuðum ferðum. Fyrsta ferð með bíla upp úr Hrafnkelsdal og inn að Snæfelli og Vatnajökli var farin sumarið 1969 til að greiða götu flugbjörgunarsveitar úr Reykjavík og vatnamælingamenn fóru með skúr að Laugará sumarið 1970. Eftir morgunverk laugardaginn 8. ágúst lagði hópurinn upp úr Hrafnkelsdal eftir brattri slóð upp frá Laugahúsum. Reyndi þar mest á trukkinn með efnið í skálann, m.a. tilsniðið þak á væntanlegt hús. Dalbotninn liggur í um 400 m hæð yfir sjó, en þegar upp er komið á Ytra-Kálfafell er hæð yfir sjó um 760 m. Þar blasti við hásléttan suður undir Snæfell þangað sem slóðin þræðir lengi vel fram með Hölkná sem á upptök sín í Sveinsjökli (nýnefni) norðan í Snæfelli.1 A þessum tíma var þetta eina akfæra slóðin að Snæfelli, þar eð vegurinn upp úr Fljótsdal á Grenisöldu og þaðan inn eftir heiði var fyrst ruddur um og eftir 1975 í tengslum við fyrirhugaða Bessa- staðaárvirkjun. Eg hafði 1968 eignast Landrover-jeppa með hálendisferðir í huga og reyndist hann vel. Samferðamaður minn og ferðafélagi þetta sumar var Magnús Gunnarsson Olafs- Nafnið Sveinsjökull er valið til minningar um Svein Pálsson lækni og náttúrufræðing (1762-1840), sem fór fyrir fyrsta skráða leiðangrinum sem hugðist klífa Snæfell. (Sveinn Pálsson, 1945). 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.