Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 125
Jónas Pétursson
Rekstur úr Rana haustið 1957
Jörðin Skriðuklaustur í Fljótsdal á land
vestur að Jökulsá á Dal. Heitir þar Rani,
stykki allmikið, milli Eyvindarár að
austan og Jökulsár að norðaustan. Hölkná
heitir vatnsfall það er afmarkar Ranann að
suðvestan. Raninn gengur í sporð að utan,
þar sem Eyvindará fellur í Jökulsá, nokkru
innar en gegnt bænum Grund á Efra-Dal.
Breikkar Raninn svo mjög ört suðvestur eftir,
og hækkar í mikinn háls um miðbikið, og
innan til og austan til í honum eru Eyvindar-
fjöll. Hölkná fellur í Jökulsá nokkru innar en
gegnt Eiríksstöðum. Eg ætla ekki hér að reyna
að giska neitt á stærð Ranans, en það mættu
verða upplýsingar ókunnugum, að 11 menn
eru sendir til að smala hann í fyrstu göngum.
Raninn tilheyrir Skriðuklaustri frá sporði
og inn á ytri Eyvindarfjöll, en þau skiptast af
djúpum dal eða skarði, sem heitirFjallaskarð.
Raninn er mikið gróinn, þótt einnig séu þar
miklir flákar blásnir, einkum nær sporðinum.
Þar er sauðland gott. Skiptist á harðvellis-
gróður, lyng og víðir, og stórir flákar af starar-
flóum. Hreindýr halda sig oft í Rananum.
Ég fór að hugleiða það, eftir að ég hafði
verið nokkur ár á Skriðuklaustri, að hagnýta
land Ranans til sauðfjárbeitar lengur en aðeins
hásumarið. Hafði það einnig verið gert fýrir
mörgum árum, að reka ær að heiman að
haustinu eftir göngur og láta þær vera þar
fyrri hluta vetrar. Af framkvæmd þessa varð
svo haustið 1955, fyrsta sunnudag í vetri, og
voru reknar þangað 323 ær og 1 forustusauður.
Lagt af stað er vel var ljóst að morgni og
komið vestur yfír Eyvindará eftir 8 stunda
rekstur. Vötn öll voru þá frosin, en mikið autt,
annars ágætt að reka.
Ég lét gæta ánna í Rananum, þar sem
bæði var hætta á að þær myndu sækja austur
yfír Eyvindará aftur, eða inn til heiðarinnar,
inn með Eyvindarfjöllum, milli Hölknár og
Eyvindarár, en þar er opin leið og víðáttur
miklar. Agnar Pálsson á Eiríksstöðum gætti
ánna og gekk fyrir innan þær daglega. Fór
hann yfir Jökulsá á kláf eða „drætti“, eins
og það er nefnt austur frá. Nokkrar forustuær
voru þó í hópnum, auk höfðingjans Botna,
sem átti að stjóma hjörðinni. Botni reyndist
fljótt spakur, en hinar fomstuæmar flestar,
vora á sífelldu flögri, oftast með nokkum hóp
með sér. Fengu þær fremur slæman vitnisburð
hjá smalamanni og þóttu óþægar.
123