Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 135
Sœvar Sigbjarnarson frá Rauðholti
Hreindýraveiðar haustin
1955 og 1956
egar hreindýraveiðar voru leyfðar að
nýju eftir miðja 20. öldina, var veiði-
leyfum úthlutað af Menntamálaráðu-
neytinu til þeirra sveitarfélaga á Austurlandi
þar sem dýra hafði orðið vart í högum, næst
liðin ár. Þegar ég var að alast upp á 4. og 5.
áratug aldarinnar minnist ég þess ekki að sést
hafí hreindýr í Hjaltastaðaþinghá fyrr en á
útmánuðum snj óaveturinn mikla, 1951. Fyrir
þann tíma voru sögur af hreindýrum álíka
framandlegar og útilegumannasögur. Síðla
þennan vetur settist að u.þ.b. 10 dýra hópur í
Rauðholtsásunum um nokkurra vikna skeið
og héldu þar til nokkuð fram á vorið, senni-
lega fram í júní. Ekki vil ég alveg útiloka að
þessi fyrsta innrás dýranna í Rauðholtsland
hafi ekki verið vorið 1949 sem einnig var
harðindavor.
Hreindýraveiðar 1955
Haustið 1955 var úthlutað leyfum til að veiða
12 dýr fyrir hvorn hrepp, Eiða- og Hjalta-
staðaþinghá. Einhvem veginn skipuðust mál
þannig að það voru frekar ungir og reynslu-
litlir menn sem fengu leyfi sveitastjómanna,
til þess að fella þessi dýr. Þeir fengu að fella
dýrin gegn föstu gjaldi en þeir máttu sjálfír
nýta eða koma í verð því sem nýtanlegt var
af dýmnum. Það vom sem sé tjórir frændur,
sem fengu að nota leyfín sem veitt voru til
þessara tveggja hreppa og var ég þeirra elstur
þá tuttugu og þriggja ára. Eg hafði varla að
segja tekið þátt í neinum veiðiskap, en var
ekki óvanur að fást við heimalógun og hafði
einnig æfingu í að búa upp á hesta. Benedikt
og Ari Sigurbjömssynir frá Gilsárteigi, sem
vom með Eiðaþinghárleyfín voru hins vegar
vanir fuglaveiðum og kannski eitthvað búnir
að glettast við hreindýr og tófur. Ur Hjalta-
staðaþinghánni var auk mín Sveinn Björns-
son á Ketilsstöðum. Hann var okkar yngstur,
aðeins tæpra 17 ára. Við vomm allir systra-
eða systkinaböm svo segja má að framsal
leyfanna hafi lyktað af kunningjapólitík eða
klíkuskap. En það er önnur saga.
A móti má líka benda á að hér voru engar
hefðir að byggja á og í bókum Hjaltastaða-
hrepps frá þessum tíma má sjá að úr ráðu-
neytinu barst bréf, síðla vetrar með fyrir-
spurnum, þar sem m.a. er verið að leita álits
hreppsnefnda á fyrirkomulagi veiðanna. í
svari hreppsnefndarinnar í Hjaltastaðahreppi,
133