Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 144

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 144
Múlaþing þá unnið um borð í skipi. En það sem mað- urinn bað mig um að gera þama var í hans augum svo einfalt og auðvelt. Þegar hann hafði útskýrt fyrir mér hvað átti að gera þá gekk allt eins og í sögu. Þegar ég kom seinna um daginn upp á verkstæði og spurði strákana hver hann væri þessi maður sem fór með mér niður í bátinn fyrr um daginn, kom þá í ljós að þetta var sjálfur meistarinn og aðaleigandi Seguls, Vil- berg Guðmundsson. Svona vom okkar fyrstu kynni og sam- skipti en þau urðu einskonar samnefnari fyrir öll okkar samskipti á lífsleiðinni. Þau vom öll á einn veg, þar bar hvergi á nokkum skugga, en aftur á móti átti Vilberg eftir að greiða götu mína á ýmsan hátt alla tíð meðan hans naut við. Þessi fyrsti vetur minn í Reykjavík eða réttara sagt annar, því ég hafði verið einn vetur þar í Iðnskólanum, varð mér á ýmsan hátt erfiður. Ég var mikið einn að vinna hér og þar um allan bæinn og alltaf var farið með strætisvögnum. Mér gekk ekki sem best að rata og ef eitthvað vantaði tók langan tíma að sækja það og í einu orði sagt þá sætti ég mig alls ekki við þessa vinnu. Þess vegna tók ég því fegins hendi, þegar rafveitan heima á Reyðarfirði auglýsti um vorið eftir rafveitu- stjóra. Ég hringdi strax austur og talaði við Guðlaug Sigfússon og spurði hann hvort ég fengi stöðuna. Hann sagði mér að drífa mig bara austur því ekki kæmi til greina að ráða Finn Malmquist aftur, en hann hafði þá verið rafveitustjóri á Reyðarfirði í nokkur ár. Ég sagði Vilberg frá þessu og spurði hann hvort hann gæti gefið mér eftir uppsagnar- frestinn til að ég kæmist austur sem fyrst. Ég man hvað ég undraðist svarið sem hann gaf mér við þessari spumingu minni, þegar hann sagði: „Heldurðu að þetta standi?“ Ég sagði svo vera og nú væri bara að drífa sig austur og byrja að vinna. „Þú heldur það,“ sagði hann. „En láttu mig vita ef þetta bregst. Þú kemur þá bara aftur, ég hef nóg handa þér að gera.“ Við kvöddumst síðan með virktum og Vilberg sagði um leið og ég fór: „Þú manst svo eftir að hringja ef eitthvað er.“ Daginn eftir fór ég svo austur á Reyðar- ijörð og það fyrsta sem mér var sagt þegar ég kom þangað, var að Finnur hefði verið ráðinn aítur rafveitustjóri. Þannig stóð nú Guðlaugur frændi minn við fyrsta og eina loforðið sem hann gaf mér um dagana. Þá varð mér hugsað til orða Vilbergs: „Heldurðu að þetta standi?“ Hvaða sagnar- anda hafði þessi maður? Og það í sambandi við mig sem hann þekkti nánast ekki neitt. Þetta var bara í fyrsta skiptið sem hann kom mér á óvart, en því átti ég eftir að kynnast betur síðar. Nú stóð ég uppi atvinnulaus austur á Reyðarfírði og vissi ekki hvað gera skyldi. Þetta endaði svo með því að ég fór að keyra vömbíl hjá kaupfélaginu og keyrði hann í nokkrar vikur en þegar því lauk varð ég atvinnulaus á ný. Það var svo seint um sumarið að ég hringdi í Vilberg og sagði honum hvemig fór, og nú væri ég atvinnulaus. „Þetta gmnaði mig,“ sagði hann. „En það er allt í lagi. Mig vantar mann norður á Langanes. Herðubreið fer frá Reykjavík í kvöld og þú ferð með henni norður og verður þar fram að jólum og svo sjáum við til.“ Og þar með var málið afgreitt. Ég fékk ekki tækifæri til að færast undan þessu, eða spyrja eins eða neins í sambandi við þetta nýja starf mitt, sem mér leist satt að segja ekki sem best á. Það eina sem ég vissi var það að verið var að byggja radarstöð á Heiðaríjalli og þar átti ég að vinna ásamt öðrum rafvirkja sem þar var. Dvölin á Heiðarfjalli En það var eins og oft, annað hvort að hrökkva eða stökkva. Þegar ég fór að athuga hvemig ferðum Herðubreiðar væri háttað, kom í ljós að hún átti ekki að koma við á Reyðarfirði. 142
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.