Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 145

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 145
Úr fjársjóði minninganna Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarjjalli eins og þœr litu ut þegar hún var enn starfrcekt. Myndin er fengin af heimasíðu Langanesbyggðar. Ljásmyndari er óþekktur. Hinsvegar átti hún að koma við á Fáskrúðs- fírði og þangað varð ég að komast í veg fyrir hana. Það gekk allt að óskum, en þegar ég kom til Þórshafnar komst ég brátt að því að þar átti enginn von á mér og þegar ég hitti rafvirkjann sem var þarna fyrir brást hann hinn versti við og spurði hann mig á hvers vegum ég væri og til hvers ég væri kominn. Eg sagði honum sem var að Vilberg Guð- mundsson hefði sent mig og sagt að það væru nóg verkefni íyrir rafvirkja þama. Hann sagð- ist ekki hafa beðið um neinn mann og hefði ekkert með mig að gera og þess vegna gæti ég farið aftur með Herðubreið. Eg sagðist ekki trúa því að ég hefði verið sendur alla þessa leið, bara til þess að fá að vita að hann vildi ekkert með mig hafa og spurði hann hvar ég gæti fengið að sofa um nóttina. Þú verður að sjá um það sjálfur, ég rek ekkert gistihús hér sagði hann og var hinn versti. Eg get ekki sagt að mér hafi litist sem best á móttökumar á þessum nýja vinnustað, eða á væntanlegan samstarfsmann. Nú stóð ég einn og vegalaus á ókunnum stað að nóttu til í leiðinda veðri og vissi varla hvað ég ætti að taka til bragðs. Það eina sem ég vissi var að þessi hrokagikkur skyldi fá að éta ofan í sig að minnsta kosti eitthvað af því sem hann hafði sagt við mig við þessi fyrstu kynni okkar og það var hann neyddur til að gera, meira að segja stuttu síðar. Sem ég nú stend þarna í vandræðum mínum stoppar þarna vörubíll og bílstjórinn kallar til mín og spyr hvert ég sé að fara. Eg segi honum að ég sé á leiðinni út á Heiðarijall í vinnu í radarstöðinni og spyr hann hvar ég geti fengið að vera í nótt. „Komdu bara með mér, ég er að fara út eftir,“ sagði hann. Eg settist inn í bílinn og svo var haldið af stað út á Heiðaríjall. A leiðinni sagði ég bílstjór- anum, sem hét Jón Jóhannsson og varð seinna góður vinur minn, frá móttökunum sem ég fékk hjá þessum væntanlega samstarfsmanni mínum, því mér leist ekki, sem best á þetta allt saman. „Blessaður hafðu ekki áhyggjur af þessu,“ sagði hann, „þetta er svoddan bölv- aður vindhani og merkikerti hann Jóhannes og þú skalt bara svara honum fullum hálsi, ef hann er einhvem djöfulinn að rífa kjaft, og láttu helvítið ekkert vaða ofan í þig og svo talarðu bara við hann Daníel á morgum, hann verður fljótur að kippa þessu í lag.“ Daníel þessi var yfirverkstjóri þarna á staðnum. Þegar við komum út á fjall vísaði Jón mér í herbergi í einum bragganum þarna og þar svaf ég um nóttina. Um morguninn talaði ég 143
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.