Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 145
Úr fjársjóði minninganna
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarjjalli eins og þœr litu ut þegar hún var enn starfrcekt. Myndin er fengin af
heimasíðu Langanesbyggðar. Ljásmyndari er óþekktur.
Hinsvegar átti hún að koma við á Fáskrúðs-
fírði og þangað varð ég að komast í veg fyrir
hana. Það gekk allt að óskum, en þegar ég
kom til Þórshafnar komst ég brátt að því að
þar átti enginn von á mér og þegar ég hitti
rafvirkjann sem var þarna fyrir brást hann
hinn versti við og spurði hann mig á hvers
vegum ég væri og til hvers ég væri kominn.
Eg sagði honum sem var að Vilberg Guð-
mundsson hefði sent mig og sagt að það væru
nóg verkefni íyrir rafvirkja þama. Hann sagð-
ist ekki hafa beðið um neinn mann og hefði
ekkert með mig að gera og þess vegna gæti ég
farið aftur með Herðubreið. Eg sagðist ekki
trúa því að ég hefði verið sendur alla þessa
leið, bara til þess að fá að vita að hann vildi
ekkert með mig hafa og spurði hann hvar ég
gæti fengið að sofa um nóttina. Þú verður að
sjá um það sjálfur, ég rek ekkert gistihús hér
sagði hann og var hinn versti. Eg get ekki
sagt að mér hafi litist sem best á móttökumar
á þessum nýja vinnustað, eða á væntanlegan
samstarfsmann.
Nú stóð ég einn og vegalaus á ókunnum
stað að nóttu til í leiðinda veðri og vissi varla
hvað ég ætti að taka til bragðs. Það eina sem
ég vissi var að þessi hrokagikkur skyldi fá að
éta ofan í sig að minnsta kosti eitthvað af því
sem hann hafði sagt við mig við þessi fyrstu
kynni okkar og það var hann neyddur til að
gera, meira að segja stuttu síðar.
Sem ég nú stend þarna í vandræðum
mínum stoppar þarna vörubíll og bílstjórinn
kallar til mín og spyr hvert ég sé að fara. Eg
segi honum að ég sé á leiðinni út á Heiðarijall
í vinnu í radarstöðinni og spyr hann hvar ég
geti fengið að vera í nótt. „Komdu bara með
mér, ég er að fara út eftir,“ sagði hann. Eg
settist inn í bílinn og svo var haldið af stað
út á Heiðaríjall. A leiðinni sagði ég bílstjór-
anum, sem hét Jón Jóhannsson og varð seinna
góður vinur minn, frá móttökunum sem ég
fékk hjá þessum væntanlega samstarfsmanni
mínum, því mér leist ekki, sem best á þetta
allt saman. „Blessaður hafðu ekki áhyggjur
af þessu,“ sagði hann, „þetta er svoddan bölv-
aður vindhani og merkikerti hann Jóhannes
og þú skalt bara svara honum fullum hálsi,
ef hann er einhvem djöfulinn að rífa kjaft, og
láttu helvítið ekkert vaða ofan í þig og svo
talarðu bara við hann Daníel á morgum, hann
verður fljótur að kippa þessu í lag.“ Daníel
þessi var yfirverkstjóri þarna á staðnum.
Þegar við komum út á fjall vísaði Jón mér
í herbergi í einum bragganum þarna og þar
svaf ég um nóttina. Um morguninn talaði ég
143