Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 148

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 148
Múlaþing mér skóinn,“ þá sá hann grilla í mig hangandi á annarri löppinni uppi í staumum og annan skóinn liggjandi á jörðinni við staurinn. I næstu andrá sá hann mig svo koma svífandi eins og engil af himnum ofan. Að ýmsu leyti var gott að vera þama á I Ieiðartjalli. Menn höfðu góðan aðbúnað og gott fæði og dálitla aðstöðu til að nota tóm- stundirnar sér til gamans. En eftir að líða tók á haustið fór veðrið að vesna til muna og oft var kalt og nöturlegt að byrja að vinna á morgnana í svarta byl og frosti. En þarna eins og annarsstaðar komu góðir dagar og fagrir með frosti og stillu. Þá flýttu menn sér að borða hádegismatinn og fóru svo út á ijall á rjúpnaveiðar. Eins og að líkum lætur var fengurinn ekki mikill en það kom fyrir að menn fengu nokkrar rjúpur með því að ganga smá spöl frá bröggunum. Ólíkt því, sem sumstaðar var í vinnu- flokkum á þessum árum, þá þekktist ekki að væri verið að sulla með vín þama á kvöldin. En ef var farið á ball út á Þórshöfn þá var annaðhvort keyptur landi í Heiðarhöfn eða menn áttu kröfu á pósthúsinu. Þær gátu verið nokkuð stórar, því af hagkvæmnisástæðum var einn látinn panta fýrir alla og hann sá svo um að hver fengi sitt. Eg man eftir því að einu sinni þegar við fómm út á Þórshöfn var verið að drekka dýr- indis koníak, en mönnum fannst það nokkuð sterkt svona beint af stút. Svo það var stoppað við einhvem læk þama á leiðinni og blandað. En viti menn þegar sopið var á flöskunni var þetta líka úrvals koníak orðið brimsalt og gjör- samlega ódrekkandi. Ekki var því um annað að gera en að opna aðra flösku og drekka heldur úr henni, það varð að hafa það þó lítið væri til. En á heimleiðinni um nóttina, þegar allt vín var þrotið, þá kom sér vel að eiga salta koníakið. Þá kvað einn snillingurinn í hópnum upp úr með það að við ættum alveg eins að geta lifað af Atlandshafínu þennan spöl, sem eftir væri heim, eins og við hefðum gert um aldir og famast vel. Nú var salta koníakið dregið fram aftur og dmkkið athugasemda- laust. Hér sannaðist enn einu sinni að neyðin kennir naktri konu að spinna. Þegar við komum út á fjall langaði okkur ekkert til að fara að sofa strax og fómm við út í mötuneyti til að gá að hvort einhver væri þar á fótum. En þar var ekki nokkur maður, en húsið opið sem ekki átti að vera. Við fómm þar inn og fórum að spjalla saman, en þegar við höfðum verið þar dálitla stund, urðum við allt í einu svo svangir að við fómm inn í búr til að leita að einhverju í svanginn og þar bar nú heldur betur vel í veiði. Þar voru nokkrir bakkar með steiktu kjöti til sunnudagsins. Einn bakkinn var tekinn og sest að honum, en þá kom í ljós að kjötið var bara steikt en ekki soðið, en menn settu það ekki fýrir sig og átu eins og þá listi. En þegar verið var að borða hádegismatinn daginn eftir, heyrðist einn af þeim, sem át hráa kjötið um nóttina tauta: „Það hefði nú mátt sjóða þetta aðeins betur.“ Tíminn leið svo án þess að nokkuð sérstakt bæri til tíðinda sem í frásögu er færandi, fram að mánaðamótum nóvember og desember, en þá var vinnu hætt þama fram á vorið. Eg fór með næsta skipi heim á Reyðarijörð, en þá voru pabbi, mamma og Dísa systir að undir- búa flutning suður á Selfoss, en við Fanney til Reykjavíkur, þetta var árið 1954. Húsnæðismálin í Reykjavík A þessum árum var erfítt að fá leigt hús- næði í Reykjavík og á meðan við vomm að leita okkur að íbúð vomm við hjá tengda- mömmu og Guðmundi manni hennar vestur á Asvallagötu í nokkrar vikur. Eftir að hafa auglýst eftir íbúð, hringt og spurst fyrir um íbúðir sem voru til leigu, þá buðust okkur loks tvö herbergi með aðgang að eldhúsi inni í Blesugróf. Þetta húsnæði tókum við svo á leigu. 146
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.