Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 152

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 152
Múlaþing Um morguninn, þegar við vorum að leggja af stað spurði ég fararstjórann Þorkel hvar við hittum þá á stóra bílnum. Hann bað mig að hafa ekki áhyggjur af því, við mundum ná þeim á leiðinni til Akureyrar. Ferðin norður gekk slysalaust og bar ekkert til tíðinda sem ég man eftir annað en það, hvað við vorum lengi á leiðinni og hvað ég var þreyttur eftir keyrsl- una, en auðvitað lenti það á mér að keyra stóra bílinn. Við gistum á Hótel KEA þessa nótt og vöknuðum snemma um morguninn, fengum okkur eitthvað að borða og drifum okkur síðan af stað áleiðis austur. Það ferðalag átti eftir að reynst okkur erfíð- ara en þeim sem ekki höfðu farið þessa leið að vetrarlagi gat órað fyrir og stóra bílinn frá Flugmálastjóm sáum við aldrei og lögðum því einir og óstuddir í þetta vafasama ferðalag á þeim forsendum að hvernig sem allt færi mundum við komast til baka á minni bílnum. Ferðin austur í Reykjahlíð gekk að óskum og stórslysalaust austur að Möðrudal en skamrnt frá bænum festi ég bílinn með þeim afleiðingum að annar afturöxullinn brotnaði og ekki var annað sjáanlegt en að þar með væri þessu ferðalagi lokið í bili. Þetta mun hafa gerst um miðnættið eða jafnvel seinna og var nú haldið heim að Möðrudal til að biðjast gistingar. Það tók ekki langa stund að vekja fólkið þar og kom Vilhjálmur Jónsson bóndi til dyra og eftir að hafa sagt á okkur deili og beiðst gistingar bauð hann okkur að ganga í bæinn. Við voram varla búnir að hreinsa af okkur snjóinn þegar ég varð þess var að farið var að bústanga í eldhúsinu og á undra stuttri stundu var kona Vilhjálms búin að leggja á borð fyrir okkur dýrindis mat sem við þurftum sannarlega á að halda og þáðum með þökkum. Þessar móttökur hafa orðið mér minnisstæðar, trúlega fyrst og fremst vegna þess hversu sjálf- sagt þessu góða fólki þótti að taka vel á móti okkur og aðstoða okkur eins og því var unnt. En eins og til að undirstrika að þessum móttökum mættum við aldrei gleyma þá settist Jón Stefánsson, (faðir Vilhjálms ) við orgelið í stofunni þar sem við sváfum og spilaði og söng fyrir okkur lengi nætur og ef ég man rétt aðallega eða eingöngu lög eftir sjálfan sig. Þetta er ein sú merkilegasta og eftirminnilegasta söngskemmtun sem ég hefí verið viðstaddur. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef verið neyddur til að hlusta á tónleika sem fáum stóðu til boða og mikið vildi ég gefa fyrir það nú að eiga góða hljóð- upptöku af þessum einstæðu tónleikum Jóns í Möðrudal, sem ég gat á sínum tíma ekki notið sem skildi vegna þreytu eftir langa og erfíða ferð í botnlausri ófærð, þó leiðin, sem lögð var að baki þennan dag væri ekki löng í kílómetrum talið. En þó hvíldin, sem við fengum þessa nótt væri ekki löng þá var hún góð og kærkomin, enda eins gott eins og á stóð. Um morguninn beið það torleysta verkefni að útvega öxul í bílinn, taka þann brotna úr og koma öðrum í og keyra síðan austur í Egilsstaði, en þarna um nóttina var ekki auðséð hvemig það mætti takast. Mitt fyrsta verk, þegar ég vaknaði eftir þennan stutta svefn í Möðrudal, var að hringja í meistarann okkar Vilberg Guðmundsson og segja honum hvernig högum okkar var háttað, með brotinn öxul í bílnum upp á öræfum og allra veðra von. Eg mun aldrei gleyma spumingu Vilbergs, þegar ég hafði fært honum þessar fréttir. En hún var þessi: „Ertu ekki bara búinn að ofreyna bílinn?" Við þetta svar fannst mér í svipinn að allt okkar ólán væri mér að kenna og það stæði mér næst að ráða fram úr þeim vandræðum sem við vorum nú komnir í. En öllum mátti þó ljóst vera að það var ekkert annað en óhófleg bjartsýni þeirra sem að þessu ferðalagi stóðu, ef ekki hreinn glannaskapur, að leggja út í það við þessar aðstæður og nú hafði það gerst sem ég hafði óttast allan tímann, að bíllinn bilaði. Eg sagði Vilberg að ef hægt væri að 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.