Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 154

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 154
Múlaþing öxlinum stungið í með hraði, tekið bensín á bílana og lagt í hann. Mér er það minnisstætt að þegar Þorkell spurði Vilhjálm hvað hann ætti að borga honum fyrir gistinguna og þá hjálp, sem hann veitti okkur, þá var svarið að það væri ekki vani í Möðrudal að taka við fé af mönnum sem þyrftu á hjálp að halda en eftir fortölur Þorkels féllst hann á að taka við einhverju smáræði. Fyrir austan Möðrudal var talsvert mikill snjór og vegurinn með öllu ófær á löngum köflum, en á norðurleiðinni hafði Páll lagt slóð, sem var ýmist eftir veginum eða utan hans. Á þessari leið voru tvær brekkur svo brattar að bíllinn sem ég keyrði dró ekki upp þær nema við léttum hann eins og við gátum, var dótið þá flutt yfir á bíl Páls. Þetta dugði í fyrri brekkunni en ekki í þeirri seinni. Þá var gripið til þess ráðs að reyna að láta tmkkinn draga bílinn upp brekkuna en við það brotnaði í honum afturdrifíð og eftir það átti hann nóg með sjálfan sig. En með gætni gekk ferðalagið bærilega eftir það austur að Gilsá. Gamla brúin á Gilsá var niðri í gilinu og vom all brattar brekkur báðumegin við hana og nú var mikil hálka í þeim. Páli leist ekki á að hann kæmist hjálp- arlaust upp úr gilinu að austan af því að aft- urdrifið í bílnum hans var brotið. Það varð því að ráði að ég færi á undan og gæti þá dregið hann ef á þyrfti að halda, og sú varð líka raunin. Þegar Páll var komin upp í miðja brekkuna byrjaði bíllinn að spóla og komst ekki lengra, var þá settur sver kaðall á milli bílanna og ég dró hann upp úr gilinu. Þetta var síðasti farartálminn á leiðinni en mikil hálka var á veginum alla leið í Egils- staði og varð að keyra varlega vegna þess. Við skildum svo við Pál heima hjá honum í Hjarðarhaga og héldum síðan áfram áleiðis í Egilsstaði. Þegar við komum að brúnni á Jökulsá leist mér ekki á blikuna. í gilinu við brúna var samfelldur svellbólstur, sem hallaði út af veginum báðumegin en það var ekki um Páll Hjarðar bóndi í Hjarðarhaga sem aðstoðaði þá Segulsmenn í austurferðinni. Eigandi myndar: Ljós- myndasafn Austurlands. annað að gera en að halda áfram eins varlega og hægt var. Eg óttaðist að þó að mér tækist að hitta á brúna með framhjólunum þá gæti svo farið að bíllinn rynni til að aftan og annað afturhjólið gæti lent á bmarstöplinum. Það gat líka farið svo að ég hitti alls ekki brúna en hefði svo farið þá væri ég ekki til frásagnar nú. Einhvem veginn skrönglaðist ég inn á brúna og yfir hana slysalaust, en margar nætur eftir þetta vaknaði ég í svitabaði við það að mig var að dreyma að ég væri að fara þessa sömu leið. Það sem eftir var leiðarinnar til Egils- staða gerðist lítið annað en það, að á leiðinni úr Eieiðarendanum niður að Urriðavatni var ég annað slagið að sjá bæi þar sem ég vissi að enginn bær átti að vera og undraðist hve mikið hefði verið byggt síðan ég fór þama síðast um. Eg hafði orð á þessu við Þorkel, en hann kom í bílinn til mín í Fljarðarhaga. „Um hvaða bæi ert þú eiginlega að tala?“ spurði hann. „Eg sé engan bæ. Ertu nú loksins orðinn 152
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.