Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 154
Múlaþing
öxlinum stungið í með hraði, tekið bensín á
bílana og lagt í hann. Mér er það minnisstætt
að þegar Þorkell spurði Vilhjálm hvað hann
ætti að borga honum fyrir gistinguna og þá
hjálp, sem hann veitti okkur, þá var svarið að
það væri ekki vani í Möðrudal að taka við fé
af mönnum sem þyrftu á hjálp að halda en
eftir fortölur Þorkels féllst hann á að taka við
einhverju smáræði.
Fyrir austan Möðrudal var talsvert mikill
snjór og vegurinn með öllu ófær á löngum
köflum, en á norðurleiðinni hafði Páll lagt
slóð, sem var ýmist eftir veginum eða utan
hans. Á þessari leið voru tvær brekkur svo
brattar að bíllinn sem ég keyrði dró ekki upp
þær nema við léttum hann eins og við gátum,
var dótið þá flutt yfir á bíl Páls. Þetta dugði í
fyrri brekkunni en ekki í þeirri seinni. Þá var
gripið til þess ráðs að reyna að láta tmkkinn
draga bílinn upp brekkuna en við það brotnaði
í honum afturdrifíð og eftir það átti hann nóg
með sjálfan sig.
En með gætni gekk ferðalagið bærilega
eftir það austur að Gilsá. Gamla brúin á Gilsá
var niðri í gilinu og vom all brattar brekkur
báðumegin við hana og nú var mikil hálka í
þeim. Páli leist ekki á að hann kæmist hjálp-
arlaust upp úr gilinu að austan af því að aft-
urdrifið í bílnum hans var brotið. Það varð
því að ráði að ég færi á undan og gæti þá
dregið hann ef á þyrfti að halda, og sú varð
líka raunin. Þegar Páll var komin upp í miðja
brekkuna byrjaði bíllinn að spóla og komst
ekki lengra, var þá settur sver kaðall á milli
bílanna og ég dró hann upp úr gilinu.
Þetta var síðasti farartálminn á leiðinni en
mikil hálka var á veginum alla leið í Egils-
staði og varð að keyra varlega vegna þess.
Við skildum svo við Pál heima hjá honum í
Hjarðarhaga og héldum síðan áfram áleiðis
í Egilsstaði. Þegar við komum að brúnni á
Jökulsá leist mér ekki á blikuna. í gilinu við
brúna var samfelldur svellbólstur, sem hallaði
út af veginum báðumegin en það var ekki um
Páll Hjarðar bóndi í Hjarðarhaga sem aðstoðaði þá
Segulsmenn í austurferðinni. Eigandi myndar: Ljós-
myndasafn Austurlands.
annað að gera en að halda áfram eins varlega
og hægt var. Eg óttaðist að þó að mér tækist
að hitta á brúna með framhjólunum þá gæti
svo farið að bíllinn rynni til að aftan og annað
afturhjólið gæti lent á bmarstöplinum. Það gat
líka farið svo að ég hitti alls ekki brúna en
hefði svo farið þá væri ég ekki til frásagnar
nú. Einhvem veginn skrönglaðist ég inn á
brúna og yfir hana slysalaust, en margar nætur
eftir þetta vaknaði ég í svitabaði við það að
mig var að dreyma að ég væri að fara þessa
sömu leið.
Það sem eftir var leiðarinnar til Egils-
staða gerðist lítið annað en það, að á leiðinni
úr Eieiðarendanum niður að Urriðavatni var
ég annað slagið að sjá bæi þar sem ég vissi
að enginn bær átti að vera og undraðist hve
mikið hefði verið byggt síðan ég fór þama
síðast um. Eg hafði orð á þessu við Þorkel, en
hann kom í bílinn til mín í Fljarðarhaga. „Um
hvaða bæi ert þú eiginlega að tala?“ spurði
hann. „Eg sé engan bæ. Ertu nú loksins orðinn
152