Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 155

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 155
Úr fjársjóði minninganna vitlaus?" Ég gat útaf fyrir sig samþykkt það, en ekki vegna þess að ég sæi einhverja bæi á vitlausum stöðum, heldur vegna þess að ég lét hafa mig út í að fara þessa ferð á þessum árstíma og það sagði ég Þorkeli vini mínum. Af þessu má sjá að ég hefði ekki enst til að keyra mikið lengur og er það síst að undra því að frá því að við lögðum af stað frá Akureyri hafði ég ekkert sofið nema fuglsblundinn í Möðrudal nóttina áður og er það í fullu samræmi við allt það fyrirhyggjuleysi sem einkenndi þetta ferðalag. Þegar við komum í Egilsstaði héldum við heim til Einars Olasonar, en þar gisti ég um nóttina en þeir Þorkell og Páll gistu á hótelinu á Egilsstöðum. Ég tók eftir því þegar þeir fóru að Þorkell skaust inn í bílinn sem ég keyrði og kom heldur laumulega út aftur með eitthvað í hendinni. Ég þóttist vita að það væri Séneversbrúsinn, en sagði ekki neitt. Um morguninn komu þeir Þorkell og Páll upp í þorp til að sækja mig. Ég var kominn út í bíl þegar þeir komu og án þess að heilsa mér sagði Þorkell: „Það er ekki mikið, þó þú værir brattur í gær helvítið þitt þú hefur verið hálf fullur alla leiðina.“ „Hálf fullur? Hvað áttu við Keli minn? Þá værum við nú varla hér heilir á húfi.“ „ Ja það þarf nú varla vitnanna við,“ sagði Þorkell. „Við Palli ætluðum að fá okkur bragð fyrir svefninn en við fengum ekki nema sinn sopann hvor, eða rúmlega það.“ „Þið verðið þá að bæta ykkur það upp seinna Keli minn og gera það þá alminnilega, fyrst svona fór með kútinn, tappinn hlýtur að hafa lekið,“ sagði ég og þar með var þetta brennivínsmál úr sögunni. Raflagnavinna í Eiðaþinghá Um kvöldið var haldinn fundur með þeim bændum sem við áttum að vinna fyrir og var hann haldinn á Eyvindará hjá þeim Bimi og Dagmar.Til þessa fundar komu þeir allir nema Einar í Mýnesi. Þessir bændur vom auk Bjöms: Ingvar í Steinholti, Jónas á Uppsölum, Ámi á Finnsstöðum, Jóhann á Finnsstöum, Gunnar í Fossgerði, Þórarinn á Fljótsbakka, Þórólfur í Snjóholti og Jóhann á Þrándar- stöðum. Á þessum fúndi var talað um væntanlegar framkvæmdir og gerð grein fyrir ýmsu varð- andi þær og gróf kostnaðaráætlun lögð fram. Niðurstaðan var sú að við tækjum að okkur að leggja raflagnir í þessa bæi og hafist yrði handa við það fljótlega eftir áramótin, en það dróst fram að mánaðamótunum janúar febrúar vegna mikilla anna í Reykjavík. Þegar við komum austur var byrjað að vinna á Eyvindará, síðan í Steinholti og svo koll af kolli út sveitina. Verkið sóttist vel og bændur voru ánægðir og kvörtuðu ekki undan einu eða neinu. Þetta fannst okkur benda til þess að við stæðum okkur nokkuð vel. Það kom mér nokkuð á óvart að Einar í Mýnesi var ekki mættur á fundinn með hinum bændunum og ég spurði einhvem þeirra hvers vegna Einar væri ekki mættur, hann væri ekki vanur að láta sig vanta á fundum. Svarið sem ég fékk var: „Bíddu bara rólegur. Hann hefur samband við þig, ef ég þekki hann rétt.“ Nokkrum dögum seinna hringdi Einar í mig og bað mig að koma og finna sig. Erindið var hvort við vildum leggja raflögn í bæinn. Ég tók því vel en Einar setti það skilyrði að ég gerði honum tilboð í verkið. „Ég vil engin viðskipti við ykkur, nema komi fast tilboð. Þið eruð svo helvíti dýrir,“ sagði hann. Ég kvaðst ekki mega gera fast tilboð í verk og þar við sat í bili. „Ja þá fæ ég bara einhvern annan,“ sagði Einar. „Þú um það,“ sagði ég, en ég fann að hann vildi gjaman fá okkur til að vinna verkið og notfærði ég mér það. Um þetta var svo karpað um stund en það endaði með því að ég bauðst til að taka að mér verkið fyrir ákveðið verð sem var ef ég man rétt kr. 300 á ljós og tengil, en 600 fyrir eldavél og stærri tæki, en á þessu var ekki hægt að tapa. Sniðgekk ég með því reglur, sem mér höfðu verið settar. 153
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.