Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 161
Ingimar Sveinsson
Öskrað í myrkrinu
Það mun hafa verið haustið 1940, í byrjun október, að ég var staddur á Hamri í Hamars-
firði hjá frændfólki mínu eins og svo oft á þessum árum.
Haustgöngur höfðu staðið yfir í sveitum,fólk hafði unnið við að aðskilja, (draga í
sundur) það sauðfé, sem í réttimar kom eftir göngumar. Smalamönnum og heimilisfólki á
bæjum bar skylda til að skila til síns heima sauðfé, sem í réttirnar kom úr nærliggjandi byggðum.
Ég var nokkuð léttur á fæti á þessum ámm og því oft sendur með kindahóp, stundum fór
ég einn og stundum í félagi við aðra. Þetta var kallað að fara með rekstur.
Einn eftirminnilegan dag í októberbyrjun var ég eins og áður segir staddur á Hamri. Þar
voru einnig staddir tveir ungir menn úr Breiðdal, sem höfðu farið yfir Bemfjarðarskarð til að
sækja tvo veturgamla hrúta sem áttu heirna í Breiðdal, Hrútamir höfðu komið í réttina á Hamri.
Þar sem veður var blítt, var ákveðið að leika sér um stund. Breiðdalsstrákarnir vom liprir
knattspymumenn enda aldir upp undir handarjaðri prestsins í Breiðdal, séra Róberts Jack.
Hann hafði verið atvinnuknattspymumaður í fótboltafélaginu Celtic í Skotlandi. Sagt var
að hann vanrækti alls ekki kristilegt uppeldi fermingabamanna þótt hann auglýsti stundum:
Messa kl. 2 á sunnudag. Takið með ykkur fótboltaskóna.
Þegar við höfðum leikið okkur um stund var ákveðið að leggja af stað með hrútana út að
Hálsi. Lagði ég til að félagar mínir úr Breiðdal gistu hjá foreldrum mínum á Hálsi, en legðu
síðan á Djúpavogshálsa næsta morgun með stefnu á Berufjarðarskarð á leið til Breiðdals.
Var fallist á að hafa þetta svona.
Dag er all mikið farið að stytta í októberbyrjun og var því nokkuð tekið að rökkva er við
héldum frá Hamri. Hrútamir runnu all vel enda bundnir í sauðband. Veður var gott norðan
gola og sæmilega bjart, e.t.v. hálft tungl á lofti.
Vegalengd milli Hamars og Háls er um 7 km, farið er um Sandbrekkur og Rauðuskriður,
framhjá svokallaðri Djáknadys. Þar þótti sumum illt að vera á ferð eftir að dimma tók. Er
við nálguðumst Rauðuskriðu gerðist nokkuð óvænt. Við heyrðum hljóð, sem virtust koma
utan af Hamarsfirði. Var þetta til að byrja með líkast hósta, sem endaði í dimmu öskri. Þetta
endurtók sig nokkmm sinnum. Okkur varð æði hverft við, en héldum þó ferðinni áfram með
hálfum huga.
Nálægt miðjum Hamarsfírði er blindsker, sem fer í kaf á flóði en er upp úr á fjöru og
heitir Miðfjarðarsker. Okkur virtust hljóðin koma þaðan. Þama halda sig oft selir og stundum
á sumarkvöldum heyrist væl í kópum, sem virðast kalla á selamóðurina, en öskur sem þetta
minnist ég ekki að hafa heyrt nema í þetta eina sinn.
Okkur fannst að á meðan við fórum yfir Rauðuskriðu, yrðu hljóðin háværust, en dofnuðu
úr því og hurfu að mestu er við nálguðumst byggðina í Hálsþorpi. Að lokum hljóðnuðu þau
þó með öllu.
159