Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 161

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 161
Ingimar Sveinsson Öskrað í myrkrinu Það mun hafa verið haustið 1940, í byrjun október, að ég var staddur á Hamri í Hamars- firði hjá frændfólki mínu eins og svo oft á þessum árum. Haustgöngur höfðu staðið yfir í sveitum,fólk hafði unnið við að aðskilja, (draga í sundur) það sauðfé, sem í réttimar kom eftir göngumar. Smalamönnum og heimilisfólki á bæjum bar skylda til að skila til síns heima sauðfé, sem í réttirnar kom úr nærliggjandi byggðum. Ég var nokkuð léttur á fæti á þessum ámm og því oft sendur með kindahóp, stundum fór ég einn og stundum í félagi við aðra. Þetta var kallað að fara með rekstur. Einn eftirminnilegan dag í októberbyrjun var ég eins og áður segir staddur á Hamri. Þar voru einnig staddir tveir ungir menn úr Breiðdal, sem höfðu farið yfir Bemfjarðarskarð til að sækja tvo veturgamla hrúta sem áttu heirna í Breiðdal, Hrútamir höfðu komið í réttina á Hamri. Þar sem veður var blítt, var ákveðið að leika sér um stund. Breiðdalsstrákarnir vom liprir knattspymumenn enda aldir upp undir handarjaðri prestsins í Breiðdal, séra Róberts Jack. Hann hafði verið atvinnuknattspymumaður í fótboltafélaginu Celtic í Skotlandi. Sagt var að hann vanrækti alls ekki kristilegt uppeldi fermingabamanna þótt hann auglýsti stundum: Messa kl. 2 á sunnudag. Takið með ykkur fótboltaskóna. Þegar við höfðum leikið okkur um stund var ákveðið að leggja af stað með hrútana út að Hálsi. Lagði ég til að félagar mínir úr Breiðdal gistu hjá foreldrum mínum á Hálsi, en legðu síðan á Djúpavogshálsa næsta morgun með stefnu á Berufjarðarskarð á leið til Breiðdals. Var fallist á að hafa þetta svona. Dag er all mikið farið að stytta í októberbyrjun og var því nokkuð tekið að rökkva er við héldum frá Hamri. Hrútamir runnu all vel enda bundnir í sauðband. Veður var gott norðan gola og sæmilega bjart, e.t.v. hálft tungl á lofti. Vegalengd milli Hamars og Háls er um 7 km, farið er um Sandbrekkur og Rauðuskriður, framhjá svokallaðri Djáknadys. Þar þótti sumum illt að vera á ferð eftir að dimma tók. Er við nálguðumst Rauðuskriðu gerðist nokkuð óvænt. Við heyrðum hljóð, sem virtust koma utan af Hamarsfirði. Var þetta til að byrja með líkast hósta, sem endaði í dimmu öskri. Þetta endurtók sig nokkmm sinnum. Okkur varð æði hverft við, en héldum þó ferðinni áfram með hálfum huga. Nálægt miðjum Hamarsfírði er blindsker, sem fer í kaf á flóði en er upp úr á fjöru og heitir Miðfjarðarsker. Okkur virtust hljóðin koma þaðan. Þama halda sig oft selir og stundum á sumarkvöldum heyrist væl í kópum, sem virðast kalla á selamóðurina, en öskur sem þetta minnist ég ekki að hafa heyrt nema í þetta eina sinn. Okkur fannst að á meðan við fórum yfir Rauðuskriðu, yrðu hljóðin háværust, en dofnuðu úr því og hurfu að mestu er við nálguðumst byggðina í Hálsþorpi. Að lokum hljóðnuðu þau þó með öllu. 159
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.