Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 8
Hilmar segir að það sé nauðsynlegt að fólk hafi aga á æfingum sínum og sé
með varaáætlun í gangi ef eitthvað fer öðruvísi en ætlað er.
kemur upp á, sem kemur í veg fyrir
að viðkomandi geti æft þann daginn,
þarf að hafa varaáætlun, svo hann fari
ekki á mis við þjálfunina. Líkams-
ræktarstöðvamar hafa þann kost að
missi einhver af æfingatíma getur
hann alltaf komist í líkamsræktar-
tæki. Slík þjálfun er heldur ekki háð
veðri eða færð sem getur bókstaflega
verið hættuleg hér á landi, til dæmis
þegar hálka er á götum.“
Hilmar segir að hjá Mætti hafi það
verið gert að skilyrði að enginn komi í
þjálfun í fyrsta sinn án leiðsagnar frá
fagfólki. „íþróttakennari tekur því á
móti hverjum gesti og sýnir honum
hvernig beri að nota þjálfunartækin.
Þeir, sem eiga við eymsli að stríða,
geta notið leiðsagnar sjúkraþjálfara.
Meðal þess sem allir verða að vita er
hvemig stOla eigi lóðin í tækjunum
sem og sætin sem verða að hæfa hæð
hvers og eins. Við leggjum líka mikið
upp úr þolþjálfun og teygjum í byrjun
æfinganna.
Fagmennska er sífellt að aukast á
líkamsræktarstöðvunum en þrátt
fyrir það em allt of margar stöðvar
sem ekki em reknar af fagfólki. Alls
konar fólk er farið að gefa öðmm ráð-
leggingar um heilsufar og líkamsþjálf-
un sem betur væri látið ógert. Arið
1987 skilaði nefnd, skipuð af mennta-
málaráðuneytinu, af sér skýrslu þar
sem meðal annars var lagt til að
aðeins fagfólk fengi að stjóma líkams-
ræktarstöðvum. Því miður dagaði
skýrslan uppi og síðan hefur ekki
meira gerst í þeim málum. Máttur
krefst þess af starfsfólki sínu að það
Ásta Sveinsdóttir,
12 ára námsmær:
Buxurnar
orðnar
of víðar
„Mig langaði til að léttast
og dreif mig því á námskeið
hjá Mætti sl. haust. Þar æfi ég
þrisvar sinnum í viku með 20
öðrum krökkum. Við stund-
um þolfimi og fáum næringar-
fræðinga í heimsókn sem
segja okkur hvaða mat við
eigum helst að borða og
hvaða næringarefni séu lík-
amanum nauðsynleg. A laug-
ardögum förum við svo í sund
og í gönguferðir um Elliðaár-
dalinn eða Laugardalinn.
Mér finnst mjög gaman á
námskeiðinu og hef eignast
þar góða vini. Nú passa ég
betur hvað ég borða og fæ mér
aðeins sælgæti einn dag í
viku. Ég er búin að léttast um
5 kíló síðan í haust enda eru
gallabuxumar orðnar heldur
víðar á mér!“
8