Heilsuvernd - 01.12.1993, Side 52
SVEFISILEYSI
loftið út en nýtt og kalt útiloft kemur í
staðinn. Undantekningarlaust virkar
það vel á fólk og það á auðveldara með
að sofna. Ef fólk vaknar upp um miðj-
ar nætur geta slík „loftskipti“ einnig
verið ráðið sem nægir til þess að
hægt sé að sofna aftur.
Gott rúm og góð sængurföt hafa
sitt að segja. Það er engin fjarstæða
þegar fullyrt er að besta fjárfesting
sem völ er á sé gott rúm. Hafðu það í
huga þegar þú velur þér rúm að líklegt
er að þú sért eins og allir aðrir og
eyðir um það bil þriðjungi ævinnar í
rúminu.
Oftsinnis heyrum við Islendingar
útlendinga kvarta yfir því að það sé
nær ómögulegt að sofna og sofa hér á
sumrin. Það sé allt of bjart. Við erum
hins vegar vanir næturbirtunni á
sumrin og fæstir kippa sér upp við
hana. En það er hins vegar staðreynd
að birta getur haft veruleg áhrif bæði
á svefn og svefnþörf fólks. Þeir sem
þola illa birtu á nóttunni ættu einfald-
lega að fá sér dökk gluggatjöld í svefn-
herbergi sín eða dökkar rúllugardín-
ur. Þá eru einnig margir mjög við-
kvæmir fyrir hávaða eða hljóðum og
kannast víst margir við hversu erfitt
er að sofna þegar gist er á hótelum
sem standa við umferðargötur. Til er
einfalt og ágætt ráð til þess að vinna
bug á slíkri svefnfælni - nefnilega sú
að kaupa sér eymatappa og nota þá!
Búðu þig undir svefninn
Það er einnig mjög mikilvægur
þáttur, sem mörgum sést þó alveg
yfir, að búa sig vel undir svefninn. Ef
fólk er ekki í jafnvægi þegar það geng-
ur til hvílu er nokkum veginn víst að
það á erfitt með að sofna. Síðasta
klukkutímann áður en lagst er til
svefns er því ráðlegt að gera ýmsar
ráðstafanir til þess að róa sig niður.
Aðferðir, sem henta við slíkt, eru
mjög mismunandi og einstaklings-
bundnar.
Sumum hentar mjög vel að grípa
bók og lesa um stund. Öðrum hentar
betur að sitja í uppáhaldsstólnum sín-
um, horfa út í loftið og láta hugann
reika. Heitt bað eða fótabað virkar
mjög róandi og góð kvöldganga er
einnig æskilegur undirbúningur fyrir
svefninn. Ferska loftið auðveldar þér
að slaka á sem aftur hefur það í för
með sér að þú sofnar fyrr og betur.
Þá getur það virkað mjög róandi að fá
sér heitan drykk og súpa hann í hinum
mestu rólegheitum. Enginn drykkur
virkar betur í þessum efnum en flóuð
mjólk.
Lærðu að slaka á
En umfram allt. Reyndu að slaka á
og ef þú getur það ekki lærðu það þá.
Slökun og slökunaræfingar geta ráðið
úrslitum um hvort þú getur sofnað og
sofið eðlilegum hvfldarsvefni. Til eru
einfaldar æfingar sem vert er að
reyna sem fyrstu skref í slökuninni.
Andaðu djúpt og rólega að þér og frá
þér. Krepptu annan hnefann í nokkrar
sekúndur. Opnaðu hann og slakaðu á.
Endurtaktu þetta nokkrum sinnum.
Þú munt þá fljótlega komast að því
hver munurinn er á spennu og slökun.
Hvfldu þig í um það bil 30 sekúndur,
krepptu síðan hinn hnefann og opnaðu
á sama hátt. Reyndu að slaka á í öxl-
unum, sveiflaðu handleggjunum ró-
lega fram og til baka og reyndu að
hreyfa höfuðið í hringhreyfingar.
Gættu þess að gera slíkar æfmgar
rólega og átakalaust. Ef slíkar æfing-
ar eru gerðar áður en gengið er til
rekkju er líklegt að spennan í líkaman-
um verði minni og þú sofnir fljótt.
En hefur það eitthvað að segja að
telja kindur, eins og sýnt er í teikni-
myndunum? Svarið er já, slíkt getur
haft áhrif einfaldlega vegna þess að þá
dreifir þú huganum og ferð að hug-
leiða eitthvað annað en það sem þú
hefur kannski áhyggjur af. Það er
staðreynd að slík talning og umhugs-
un samfara henni gerir fólk syþað. Og
sérfræðingar í slíku segja að það sé
betra að telja niður en upp. Fimmtíu
kindur ... förutíu og níu kindur ...
ijörutíu og átta kindur ... Sofðu...
vel...
52