Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 38
FRETTIR
Kapp er best
með forsjá
Þótt alltaf sé verið að
hvetja fólk til þess að
stunda íþróttir má ekki
gleyma því að íþróttaslys
eru orðin töluvert algeng
og því betra að fara að öllu
með gát. Nýlega var birt
niðurstaða rannsókna á
íþróttaslysum í Noregi og
leiddi hún í ljós að allt að
100 þúsund Norðmenn
slasast árlega við íþrótta-
iðkun. Sem betur fer eru
flest slysanna ekki alvar-
leg, aðallega eru þetta
tognanir og minni háttar
skrokkskjóður. Algeng-
ustu íþróttaslysin, bæði í
Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi, eru skíðaslys en tal-
ið er að 10-15% allra
íþróttaslysa verði við
skíðaiðkun. Þessi slys eru
líka oft alvarlegustu slysin
- slitin Uðbönd, beinbrot og
slæmar tognanir. Telja
Norðmenn að skíðaslys
kosti þjóðina um einn
milljarð norskra króna ár-
lega. Rannsóknir hafa
leitt í ljós að slys og áverk-
ar, sem karlar og konur
verða lyrir, eru mismun-
andi. Konur verða oftast
fyrir ökklameiðslum eða
hnjámeiðslum en karl-
menn lenda oftar í bein-
brotum og jafnvel alvar-
legum brjóst- og hrygg-
meiðslum. Astæðan er
talin sú að þegar konur sjá
að stefnir í óefni hjá þeim
þá kasta þær sér fljótt nið-
ur en karlamir „keyra“ á
fullri ferð uns þeir lenda á
einhverju eða fá harða
byltu.
Skattahækkun
á tóbak
Clinton Bandaríkjafor-
seti er ákveðinn að herða
áróður og baráttu gegn
reykingum. Fyrsta skrefið
í þeirri baráttu var að
hækka töluvert skatta á
tóbak. Andstæðingar for-
setans segja að hugur fylgi
ekki máli hjá honum,
heldur hafi það eitt vakað
fyrir honum að fá meiri
peninga í ríkiskassann.
Benda þeir á að ekkert af
skattahækkuninni renni
til áróðurs gegn reyking-
um sem hefði þó verið eðli-
legt ef forsetanmn hefði
verið alvara að herða bar-
áttuna gegn ósómanum.
Ný skýring á
vöggudauða
Talið er að árlega deyi
um sex þúsimd ungböm
vöggudauða í Bandaríkj-
unum og hefur tíðni slíkra
dauðsfalla fremur farið
vaxandi en hitt og lækna-
vísindin hafa til þessa að
mestu staðið ráðþrota
gagnvart fyrirbærinu. Nú
telja bandarískir vísinda-
menn, sem rannsakað
hafa vöggudauðann, sig
hafa komist á sporið
a.m.k. að einhverju leyti.
Telja þeir að efnismikil
rúmföt geti verið hættuleg
og þá sérstaklega ef
komabömin em látin sofa
á maganum. Telja þeir að
að rúmfötin safni smátt og
smátt í sig koltvísýringi
þeim sem bömin anda frá
sér og þau fái síðan ekki
nægjanlegt súrefni og
kafni. Vísindamennimir
segja að vissulega geti
verið margar aðrar
ástæður fyrir vöggudauð-
anum en telja að fyllsta
ástæða sé til þess að vara
foreldra, eða aðra þá sem
annast komaböm, við
rúmfötunum. Þá hafa þeir
einnig bent á að á Nýja Sjá-
landi, þar sem vöggudauði
er hlutfallslega meiri en
víðast hvar annars staðar í
heiminum, sé það mjög al-
gengt að fólk hafi gæm-
skinn undir komabömun-
um og telja þeir að slíkt
skapi mikla hættu á því að
koltvísýringurinn safnist
upp og verði síðan bömun-
um að aldurtila.
(U.S. Today)
Fleiri reyklaus
fýrirtæki
Stöðugt er unnið á í bar-
áttunni gegn tóbaksreyk-
ingum á íslandi og æ fleiri
vinnustaðir em nú orðnir
reyklausir. Meðal stórra
fyrirtækja, semurðu reyk-
lausir um siðustu áramót,
em Sparisjóður Reykja-
víkur og nágrennis,
SPRON og Prentsmiðjan
Oddi en fjöldi fólks starfar
hjá báðum þessum fyrir-
tækjum.
38