Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 15
ÞÝTT OG ENDURSAGT: 1ÓNÍNA LEÓSDQTTIR
Baráttan við
bólgna liði
Margir þjást um lengri eða
skemmri tíma af verkjum í
liðum — ekki síst þeir sem
komnir eru á efri ár en einnig
ungt fólk og jafnvel börn. Lið-
verkir eru líka mun algengari
hjá konum en körlum.
Liðir líkamans geta skaddast,
sýkst og bólgnað af ýmsum ástæðum
um lengri eða skemmri tíma. Til eru
mörg mismunandi afbrigði af þeim
kvillum sem í daglegu tali eru settir
undir einn hatt og kallaðir „liðagigt". í
sumum tilvikum er liðbólgan svo væg
að viðkomandi veit tæpast af henni.
Þeir, sem verst eru haldnir, líða hins
vegar gífurlegar kvalir og geta ekki
hreyft sig nema með mestu erfiðis-
munum. Talið er að tæpur þriðjungur
fái fullan bata, um 60% fái köst af og til
það sem eftir er ævinnar en um 10%
nái sér hins vegar ekki. Síðastnefndi
hópurinn á við varanlega fötlun að
stríða af völdum liðagigtarinnar.
Öll afbrigði þessa sjúkdóms eiga
það sameiginlegt að erfitt er að segja
nákvæmlega til um orsök þeirra. Lík-
legt er talið að um marga samverk-
andi þætti sé að ræða — t.d. lélegt
mataræði, erfðir, lífsstíl, hreyfingu
(eða skort á henni), sýkingar, horm-
óna, ofnæmi, elli og streitu.
SKYNSEMIN í
FYRIRRÚMI
Það getur verið erfitt að vera bjart-
sýnn og brosa í gegnum tárin þegar
hver minnsta hreyfing er sársauka-
full. Því fólki, sem tekst að virkja já-
kvæðnina og takast á við vandamálið,
virðist hins vegar oft ganga betur en
Liðagigt er bólgusjúkdóm-
ur í slímhúð liða, að öllum lík-
indum vegna sjálfsoftiæmis.
Slitgigt er slit í brjóski liða
og kölkun vegna mikillar
notkunar.
Báðir þessir sjúkdómar
valda verkjum, stirðleika og
skertri hreyfingu í liðum.
í þessari grein er fjallað um
liðagigt.
öðrum að öðlast viðunandi líðan. Það
er þess vegna mikilvægt að gefast
ekki upp fyrir verkjunum þótt útlitið
sé dökkt.
Bæði heimilislæknar og sérfræð-
ingar miðla liðagigtarsjúklingum að
sjálfsögðu öllu því sem læknavísindin
hafa fram að færa. En hvað geta sjúkl-
ingarnir sjálfir lagt af mörkum við
meðferð þessa kvalafulla ástands?
Eftirfarandi listi gefur nokkra hug-
mynd um það:
• Hreyfðu þig reglulega án þess þó
að ofreyna þig. Þá verður þú ekki
eins stirð/ur og líkamleg áreynsla
getur einnig dregið úr þunglyndi
og kvíða.
• Haltu þér í kjörþyngd því offita
eykur álagið á liðina.
• Sofðu á tiltölulega harðri dýnu og
liggðu helst þannig að þú sért með
beint bak.
• Láttu þér aldrei verða kalt því við
það versna verkirnir.
• Reyndu að dreifa vinnunni á lengri
tíma fremur en að vinna í skorpum
sem skapa mikið álag.
• Taktu verkjalyf ef þú þarft að gera
eitthvað sem þú veist að verður
sárt.
• Lestu þér til um sjúkdóminn, fáðu
upplýsingar hjá lækninum þínum
og veldu þá leið sem hentar þér
best við að takast á við liðagigtina.
Það er mikilvægt að þú sért sjálf/ur
við stjómvöhnn.
• Hvíldu þig, þegar þú finnur til
þreytu. Kvíði, streita og annað
álag eykur verkina. Lærðu því
hentugar slökunaræfingar. Það má
m.a. fræðast um slíkar æfingar í
bókum og á hljóðsnældum sem
fást í bókaverslunum.
• Varastu óþarfa álag á liðina, t.d.
með vinnuhagræðingu og með því
að nota fáanleg hjálpartæki fyrir
liðbólgusjúklinga.
HVAÐ ER TIL RÁÐA?
Til em fjölmörg lyfseðilsskyld
lyf við liðagigt en sumir sjúklingar
kjósa fremur aðrar leiðir. Aðalatriðið
er að finna það, sem hentar viðkom-
andi best, en það er auðvitað einstakl-
ingsbundið.
Nálastungur geta dregið úr
verkjunum en þær virðast ekki vinna
á bólgunum.
Ilmolíumeðferð gagnast sum-
um. Nudda má ilmolíum á liðina, t.d.
möndluoh'u. Einnig má blanda olíunni
út í baðvatnið. Notið þrjá til fjóra
dropa í fullt baðker, t.d. af kamillu-,
kýprusviðar-, myrtu- eða rósmarínol-
íu.
Grasaseiði, jurtalyf, lýsi og
vorrósarolía hafa líka, að sögn
margra, komið að notum í baráttunni
við bólgna liði.
IhBIB6mB9Smmw
15