Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 10

Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 10
TREFIAFÆÐI Aukin trefjaneysla hefur mikið að segja Neytið meiri trefja - við- haldið heilsunni - grenn- ist! Mjög víða er almenn neysla á trefjum allt of lít- il. Samkvæmt skoðunum næringarfræðinga ætti hver fullorðinn einstakl- ingur að neyta 35-50 g af trefjum á dag. Æskilegt þykir að fólk fái tilskilið magn úr fæðunni en síður er mælt með því að það næli sér í trefjar í töflu- formi. Fjöldi sjúkdóma í velferðarþjóðfé- lögunum á rætur að rekja til matar- æðisins og skorts á trefjum í fæðunni. Við neytum að meðaltali aðeins um 10-15 g af trefjum á dag. Bent skal á að þar sem þetta er meðaltal þýðir það jafnframt að sumir neyta muna minna af trefjum en 10-15 g. Við borðum of mikið af feitum mat, sykri og salti. Ágæt þumalfingurs- regla er að hafa í huga að matur með mikilli fitu og hvítum sykri sé trefjasnauður. Þó ber að geta þess að erfitt er að meta trefjamagnið í fæðunni á grund- velli þéttleika hennar. Ekki er mikið af trefjum í spergli, ananas og rabar- bara í samanburði við trefjainnihaldið ertum og baunum. Trefjar er aðeins að finna í fæðu úr jurtaríkinu. Trefjar eru „beinagrind- ur“ plantnanna og frumuveggir þeirra eru gerðir úr trefjum. í frumuveggj- unum eru næringarefnin. Til eru ýmsar tegundir af trefjum: * Cellulosi í komi, grænmeti, baunum, ertum, linsubaunum og hnetum. * emicellulosiíkomiogkartöflum. * Pektín í ávöxtum, berjum, gul- rótum, salati og káli. * Lignín í klíði (krúska og hveiti- klíði). Að léttast Langi þig til að léttast er auðveld- asta leiðin sú að neyta trefjaríkrar fæðu. Slík fæða veitir langvarandi seddutilfinningu. Trefjaríka fæðu þarf að tyggja betur en flestar aðrar fæðu- tegundir, neytandinn kyngir oftar og borðar hægar. Við að tyggja mat eykst munnvatnsframleiðslan sem svo eykur fyrirferð hans. Rannsóknir sýna að þeir, sem em fljótir að borða, neyta ekki aðeins of mikillar fæðu heldur verða þeir einnig fyrr svangir á ný. Þegar þú neytir trefja finnurðu tO þorsta en þegar vökvi er drukkinn þenjast trefjarnar út. Það á fyrst og fremst við um trefjar úr cellulosa- hópnum. Trefjarík fæða er lengur í maganum en hins vegar fljótari að fara í gegnum þarmana. í trefjaríkri fæðu em fáar hitaein- ingar. Þú getur neytt mikils trefjaríks matar oftar án þess að auka hitaein- ingamagn í teljandi mæli. Fáir þú um 1.500 hitaeiningar úr trefjasnauðri fæðu léttist þú hægar en ef þú færð sama hitaeiningafjölda úr trefjaríkri fæðu. Hvers vegna léttist maður fyrr þrátt fyrir að um sé að ræða sama fjölda hitaeininga? Svarið er einfalt. Um 10% af hitaeiningunum í trefjaríku fæðunni fara beint í gegnum melting- arkerfið og út úr því án þess að líkam- inn nýti þær. í staðinn gengur líkam- Trefjar í 100 g af mjöli Krúskaklíð.................................. 47,0 g Hörfræ ..................................... 39,4 g Hveitiklíð.................................. 30,0 g Rúgmjöl..................................... 15,1 g Bygg........................................ 15,0 g Grófmalaður rúgur .......................... 14,5 g Hveitispírur................................ 14,0 g Rúgflögur................................... 13,0 g Bygggrjón................................... 12,0 g Graham hveiti............................... 11,7 g Hafragrjón ................................. 11,0 g Grófmalað hveiti ........................... 10,0 g Graham grjón ................................ 7,0 g Hvítt hveiti................................. 2,1 g 10

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.