Heilsuvernd - 01.12.1993, Side 16

Heilsuvernd - 01.12.1993, Side 16
Heitir og kaldir bakstrar draga úr verkjum og bólgum og örva blóð- rásina. Best er að nota kalda bakstra á bólgna liði. Heitir bakstrar mýkja stirða liði og draga úr verkjum. Kaldan bakstur má m.a. útbúa með því að vefja þunnu handklæði utan um poka með ísmolum eða jafnvel poka af frosnum, grænum baunum. Einnig er hægt að dýfa handklæði í ískalt vatn og vinda það síðan vel. Gætið þess þó ávallt að kæla ekki of lengi — 10 til 15 mínútur er nægjanlegur tími. Isnudd er verkjastillandi. Það má m.a. nudda bólgna liði með gosdós sem fyllt hefur verið af vatni og sett í frysti. Dósinni er rúllað í nokkrar mín- útur yfir svæðið þar sem verkurinn er. Sund liðkar liðina og það sama ger- ir seta í heitum potti. Nudd og teygjur geta komið að gagni. Til eru lítil, handhæg tæki sem ganga fyrir rafhlöðum (TNS) og einn- ig rafmagnsnuddtæki. Slík tæki geta verið gagnleg fyrir þá sem eru með viðvarandi verki í stoðkerfi. Þessi tæki ætti þó eingöngu að nota samkvæmt leiðbeiningum lækna. MATARÆÐI OG HREYFING Þeir, sem þjást af viðvarandi lið- verkjum eða eiga vanda til að fá lið- bólgur, gætu einnig hugað að matar- æði sínu. Ekki er þó til nein algild regla um hvemig breyta á mataræð- inu. Hver og einn verður að þreifa sig áfram og það getur vissulega reynt á þolinmæðina. Hollur matur er lykil- atriðið. Gott er að borða ávexti og grænmeti í miklum mæli og reyna að forðast algenga ofnæmisvalda, svo sem glúten og mjólkurafurðir. Mörgum hefur reynst vel að draga úr fituneyslu. Það er m.a. hægt með því að nota undanrennu í stað mjólkur og matarolíu í stað smjörlíkis. Smjör ætti að sama skapi að forðast og það sama gildir um feitt kjöt. Til eru þeir sem mæla með svoköll- uðu basísku mataræði. Þeir, sem taka þann pól í hæðina, draga strik yfir eftirfarandi: Rautt kjöt, mjólkur- afurðir, smjörlíki, hvítt hveiti, kom- kKð, sítmsávexti (t.d. appelsínur, mandarínur og sítrónur), sykur, kaffi, kakó, te, áfengi, súkkulaði, salt, pipar og edik. Árangur af hinum ýmsu matarkúr- um er mismunandi og einstaklings- bundinn. Ekki má hins vegar gleyma að rannsóknir hafa sýnt að lýsi getur minnkað liðverki og stirðleika. Hreyfing er þó ekki síður mikil- væg en mataræðið þegar lagt er til atlögu við liðagigtina. Regluleg hreyf- ing kemur í veg fyrir að liðirnir stirðni og dregur í mörgum tilvikum úr verkj- um, auk þess sem líkamsræktin er liður í baráttunni við aukakílóin. Lík- amleg áreynsla léttir líka oft lundina! 16

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.