Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 19

Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 19
 :■ ; ;■ ■:■■■' 'M-ÆfÆéMMiiÍiíifM MEGRUN skyndilega sem veldur því að hungrið verður óbærilegt og ekki einu sinni agaðasta manni tekst að halda aftur af sér í átinu. 5. BORÐAÐU MORGUNVERÐ EINS OG KONUNGUR, HÁDEGISVERÐ EINS OG PRINS EN KVÖLDMAT EINS OG BETLARI Að borða á þennan hátt gerir það að verkum að þú notfærir þér breytileg efnaskipti líkamans. Það hægist á efnaskiptunum eftir því sem líður á dag- inn. Ef mikið er borðað síðla dags eru meiri líkur á því að þeim hitaeiningum verði breytt í fituforða. Mjög varasamt er að borða stuttu áður en farið er að sofa. Það er ekki nóg með að líkaminn nýti fæðuna helst til að bæta á aukakílóin heldur verð- ur mun erfiðara að vakna morguninn eftir. 6. VELDU TREFJARÍKT FÆÐI Trefjar halda meltingunni reglulegri auk þess sem þær bindast við fitu þannig að hún frásogast síður. Sýnt hefur verið fram á að trefjaríkt matar- æði minnkar kólesterólmagn í blóði auk þess sem það dregur úr hættunni á vissum krabbameinstil- fellum. Borðaðu því mikið af hráu grænmeti og höfrum. 7. BLANDAÐU KOLVETNUM OG PRÓTEINUM EKKI SAMAN Meltingarensímin, sem brjóta niður kolvetni og svo hins vegar prótín, eru mismunandi. Prótín- ensím virka vel í sýrukenndu umhverfi en kol- vetnaensím virka best við lágt sýrustig. Það er auðvitað ekki hægt að aðskilja þessa orkuflokka algerlega en reyndu þó að borða máltíðir sem eru með stærstan hluta hitaeininganna úr öðru hvoru orkuefninu en þó með réttum hlutföllum í heildina yfir daginn. Þetta er ráð sem æ fleiri næringar- fræðingar mæla með en það breytir því ekki að erfitt getur verið að fara eftir því. Hafðu það þó í það minnsta á bak við eyrað. 8. DREKKTU 8-10 GLÖS AF VATNI Á DAG Þorstinn er ekki góður mælikvarði á vökvaþörf líkamans. Ef þú drekkur einungis þegar þú ert þyrstur þá er ekki ólíklegt að vatnsskortur hrjái þig. Það verður til þess að orkan minnkar og það dregur úr efnaskiptum fitu. Heilinn getur ruglað saman þorsta og svengd. Drekktu þó ekki mikið með mat. 9. STUNDAÐU EINHVERS KONAR ÆFINGAR Nýleg rannsókn í Stanford sýnir fram á að menn, sem minnka við sig hitaeiningar en æfa ekkert, hafa hægari efnaskipti en venjulega sem þýðir að þeir brenna minna. Of þungir menn, sem æfðu og léttust þess vegna en minnkuðu ekki við sig hitaeiningarnar, höfðu alls ekki hægari efna- skipti en venjulega. Tækjaæfingar, þolfimi, hjól- reiðar, rösk ganga, sund eða tennis er vel fallið til að hrista upp í fitubrennslunni. 10. RUGLAÐU MEÐALTALINU TIL Allt, sem að ofan greinir, byggist ekki endilega á því að þú minnkir við þig hitaeiningarnar en ef þú vilt samt sem áður gera það til þess að léttast hraðar þá er eitt atriði sem þú skalt hafa í huga. Þeir, sem minnka við sig hitaeiningar, mega búast við því að efnaskiptin hægi á sér ef ekkert er að gert. Það er nokkurs konar sjálfsvarnarkerfi lík- amans gegn vosbúð og hungri. Hann sparar þegar lítið er að hafa. Það, sem hins vegar hindrar að þetta gerist, er að halda ákveðnu meðaltali til langs tíma litið en rugla hitaeiningunum upp og niður milli daga. Finndu þess vegna út á hvaða hitaeiningafjölda þú þarft að vera. Tökum sem dæmi 2000 he. Vertu þá á 1700 he einn daginn en 2300 he þann næsta. Ekki þarf endilega að rugla þessu daglega en samt sem áður nokkuð oft. Þetta verður til þess að þú léttist hraðar en ella. Eitt skaltu þó hafa í huga og það er að það er ekki mælt með því að léttast hraðar en sem nemur einu kílói á viku. Það ýtir undir líkurnar á því að þau kíló, sem hverfa, komi ekki aftur og það er sá hraði sem flestir eiga auðvelt með að halda. Margir, bæði konur og karlar, hafa orðið fyrir því að ætla sér að taka aukakílóin af með stæl og borða nánast ekkert í langan tíma. Því miður rekst þetta sama fólk á þá staðreynd að þó að það borði nánast spörfuglafæði þá léttist það ekkert þegar vissu marki er náð og er þó enn feitt. Þetta gerist vegna þess að líkaminn hægir verulega á allri brennslu. Og það, sem verra er, er að menn halda spörfuglafæðið ekki lengi út og fara því á endanum að borða meira og lenda í þeim vítahring að bæta á sig fleiri kílóum en lagt var af stað með. (Læknisfræðilegur ráðgjafi Heilsuverndar vill benda á að margt, sem fram kemur íþessari grein, lýtur frekar að almennri skynsemi en hreinræktuðum vísindum. Mjög er umdeilt hvernig best skuli staðið að því að léttast en flestir eru sammála um það að aukin líkamsæfing samfara breyttu mataræði, þ.e. „atferlisbreyting“ sé vænlegast til árangurs.) 19

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.