Heilsuvernd - 01.12.1993, Qupperneq 14
Flest jarðaldin og ávextir eru mjög trefjarík svo sem sjá má á töflunni á bls. 12.
úðað). Blandaðu safanum og sítrónu-
bitunum í einn lítra af vatni. Kældu
drykkinn í ísskáp.
í ávöxtum og grænmeti er mikið
vatn þannig að með neyslu þessara
trefjaríku fæðutegunda verður maður
síður þyrstur. Ekki er mikið af trefj-
um í ávaxtasafa vegna þess að þær
eru aðallega í kjöti ávaxtanna.
Drekktu ávaxtasafa til þess að fá
aukaskammt af vítamínum en ekki til
þess að slökkva þorsta. Á það skal
bent hins vegar að borðir þú appels-
ínu færðu trefjar og þú verður saddari
en ef þú drekkur eitt glas af appesínu-
safa.
Það eru kerlingabækur að halda því
fram að maður fitni við það að drekka
vökva með mat. Að drekka fyrir og
eftir mat er í góðu lagi en varast ber
að drekka til þess að skola matnum,
illa tuggnum, niður í maga.
Trefjarík fæða
Ofnbökuðum, hvítum baunum í
tómatsósu er best lýst sem trefja-
bombu. Þú getur soðið þær eða keypt
þær niðursoðnar. Hitaðu litla dós af
niðursoðnum baunum, kryddaðu þær
t.d. með oreganó eða þlönduðum
jurtakryddum og helltu þessu síðan
yfir ósmurða brauðsneið. Ágætt er að
steikja eða rista brauðið. í þessari
máltíð eru 22-25 g af trefum en frekar
lítið af hitaeiningum (350) miðað við
næringargildið.
Önnur, fljótleg, trefjarík máltíð, þó
ekki eins trefja- og hitaeiningarík og
Trefjar
vinna
gegn
krabbameini í þörmum
hægðatregðu
brjóstakrabbameini
gallsteinum
botnlangabólgu
sykursýki
ristilgúl
gyllinæð
sú sem að ofan er lýst, er eins og hér
segir: Stappaðu einn meðalstóran
banana og blandaðu 2 tsk. af sítrónu-
safa og kanel í maukið. Smurðu þessu
á trefjaríka þrauðsneið og leggðu síð-
an niðursneidda ferskju ofan á.
Einnig er gott að setja niður-
sneidda papriku, vínber, appelsínu
eða peru ofan á brauð með osti.
Baunasúpa er trefjarík fæða. I ein-
um venjulegum skammti eru u.þ.b.
14 g af trefjum og 300 hitaeiningar.
Auðvelt er að auka trefjainnihald súp-
unnar með því setja ýmsar tegundir af
grænmetiútíhana, t.d. rósakál, hvít-
lauk eða púrru.
Þú getur aukið trefjaneyslu þína
enn frekar með því að borða hrámeti á
hverjum degi. Blandaðu t.d. niður-
sneiddu eða rifnu hvítkáli saman við
ananas og kotasælu, papriku, appels-
ínur eða ber. Jafnframt er mjög gott
að blanda niðursneiddum eða rifnum
gulrótum saman við appelsínur, hvít-
kál, epli eða gulrófur.
Ýmislegt annað trefjaríkt góðgæti
er til langi mann að gera sér dagamun,
t.d. rúsínur með möndlum eða hesli-
hnetum...
14