Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 23

Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 23
vegar ískrar í starfsfólkinu ár eftir ár, þ.e. það gefur merki um að eitthvað sé ekki rétt, er oftast þagað um slíkt. Einkennin eru túlkuð sem pers- ónulegir erfiðleikar eða veikindi en ekki sem aðvörunarmerki. Það er augljóslega efiðara að ræða um streitu, vanlíðan og kulnun en vit- lausar stóltegundir eða ranga lýsingu því enn óttumst við tilfinningar. Það er víst nógu erfitt að kvarta yfir tækj- um, sem limlesta fólk, og enn erfiðara að kvarta yfir því að starf valdi and- legu tjóni. Sú staðreynd, að einungis 1-2% af kvörtunum til Vinnueftirlits- ins eru af þeim toga, staðfesti þetta. Erfitt að sjá jákvæðan árangur Því ánægðari sem við erum með okkur sjálf og starf okkar þess betur líður okkur og hætta á óþarfa streitu minnkar. En til þess að verða ánægð verðum við að sjá jákvæðan árangur af starfi okkar. Handverksmaður fmnur oftar til ánægju því hann sér beinan árangur starfs síns. Þeir, sem starfa við um- önnun o.þ.h., vita hins vegar ekki á sama hátt hvenær verki er lokið. Það er einnig þverstæðukennt að þegar þeir ná árangri býr sjúklingur/skjól- stæðingur heima og getur séð um sig sjálfur. Það getur því reynst erfitt að fá vissu um það að við stöndum okkur Þeir sem sjá verki sínu miða markvisst áfram og ljúka því verða síður haldnir vinnuleiða en aðrir. Þetta á t.d. við handverksmenn. önnun, ér mæl- þess að a erlent að setja við lest- Ivo dæmi staðinn þannig að þeim, sem^rml|íjð umönnun, h'ði vel? Eftirfarandi tillö| ur eru í sjálfu sér ekkert stórmál og það ætti að vera unnt að hrinda þeim í framkvæmd strax. Lögin um vinnu- umhverfi gera það kleift: Handleiðsla/stuðningshópar sem gera okkur kleift að fjalla reglulega um líðan okkar sem vinnutæki. Aukinn sveigjanleiki. Dæmi um það eru t.d. að skipta um verkefni og að veita aukastuðning þar sem vinnu- álagið er mest. Þegar ég hef fengið nóg af umhverfi mínu og þarf á hvíld að halda á ég að geta gengið inn í annað starf um tíma. Setja sér markmið og mörg hluta- markmið sem unnt er að ná á tiltölu- lega skömmum tíma. Hvatnig og uppöryj, um og samtarfsfq r á yfirboður- verðum að jákvæðu hlið- læra að legj amar. reifa ál ekki taldir nöj verða þeir stöðugt að biðjlRÉ&Jeyfi. Lítum á dagheimilið sem átti sjái bera ábyrgð á eigin fjárhagsáætlunf* Það lagði peninga til hhðar allt árið fyrir jólafagnað bamanna en þegar jól- i)g geta haft >ví að þeir eru ir, heldur in nálguðust lagði sveitarfélagið hald á „spariféð" vegna þess að annað dag- heimih hafði farið fram úr sinni fjár- hagsáætlun. Eftir það var ekki hægt að tala um vinnugleði á þeim bæ. Áhugasamir yfirmenn, sem skilja þarfir starfsfólksins á borði sem í orði, og yfirmenn, sem hvetja það, styðja það og tala máli þess. Hljómar þetta út í hött? Sannarlega ekki því breytingar í þessa vem eru að gerast vítt og breitt um landið. Ekki gefa því upp alla von. Reyndu ekki að koma þessu öllu sjálfur í gegn því það veldur örugglega streitu. Þér verður að finnast þú eiga rétt á því að líða vel í vinnunni og að þú getir cevtt stöðu þinni. Hafðu í huga að páð ér léttara að ná því tak- marki með samvinnu.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.