Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 34

Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 34
TEXTI: ELISABET ÞORGEIRSDOTTIR Ævaforn lækn Hvað er ginseng og hvernig virkar það? x Kofean Russian Wild Ginseng Red Ginseng Wiid Gmseng Chmese Kirin w Red Gmseng Chinese , Shihchu Japanese Red Ginseng Red Ginseng Korean Straight - White Gmseng Canadian Cultivated Ginseng japanese Japanese White j0y0 G,nseng Gmseng Ginseng er flokkað í þrjá aðalflokka: Austur-Asíu ginseng, rússneskt (Síb- eríu) ginseng og amerískt ginseng en afbrigðin er fjölmörg eins og sést á þessari mynd. Skyldi vera nóg að borða hollan og góðan mat og stunda hæfilega líkamsrækt til þess að tryggja vellíðan og góða heilsu? Alag og streita eru mismikil hjá fólki og margt getur haft áhrif á lík- ams- og sálarástand mann- eskjunnar. Flestir eru þó sammála um að neysla víta- mína og fæðubótaefna hafi bætandi áhrif á líkamann. Ginseng er oft nefnt drottn- ing lækningajurtanna og það hefur einnig verið nefnt lífs- elexír. Frá ómunatíð hefur ginseng verið notað til lækn- inga og sem hressingarefni. En hvað er ginseng og hvernig vikrar það? Ginsengjurtin er upprunnin í Kóreu og er fjölær sveipjurt af bergfléttu- ætt. Jurtin er fjarskyldur ættingi ís- lensku hvannarinnar sem var þekkt lækningajurt fyrrum og ein helsta út- flutningsvara íslendinga í heiðni og fram yfir siðaskipti. Helstu ræktunar- svæði ginsengs eru í Kóreu, Kína, Japan, Rússlandi, Norður-Ameríku og Kanada. Uppruni orðsins ginseng er óþekktur en 1833 gaf þýskur grasafræðingur, Nees van Esen- beck, ginsengi frá Kóreu nafnið Pan- ax schinseng. Orðið panax er úr grísku og er samsett úr orðunum pana, sem þýðir allt, og axos sem þýðir lækning. Orðið panax þýðir þá „það sem læknar allt“. Austur-Asíubúar neyta ginsengs í miklum mæli. Þeir nota heilar rætur í lækningaskyni og taka það inn sem duft í teskeið. Vesturlandabúar neyta ginsengs aðallega í hylkjum til heilsu- 34 bótar en í Asíu er ginseng einnig not- að í te, svaladrykki og líkjöra, svo og til matargerðar og sem krydd. Það er einnig sett í sápur, sjampó og andlits- eða líkamssmyrsl. Ginseng er mikilvæg útflutnings- vara í Suður-Kóreu og er samofið sögu landsins og menningu. Um 34% af heildarframleiðslu landsins á gins- engi er hvítt og 66% rautt. 60 stórir framleiðendur vinna hvíta ginsengið en ríkið hefur einkaleyfi á framleiðslu á því rauða. Hvíta Kóreuginsengið er einkum unnið úr rótum sem eru 1 til 4 ára. Eftir því sem rótin vex lengur nær hún að vinna fleiri virk efni úr jarðveginum og verður þar af leiðandi betri. Við framleiðslu á rauðu gin- sengi má ekki nota yngri rætur en 6 ára. Rætur þess eru ekki afhýddar, eins og rætur hvíta ginsengsins, og þær eru gufuhitaðar til að tryggja lengri endingu virkefnanna. Sú með- ferð framkallar rauða litinn sem nafnið er dregið af. Rautt Kóreuginseng er ræktað á miðhálendi Kóreu, í 800 til 1000 m hæð yfir sjávarmáli, rétt sunnan við landamæri Norður- og Suður-Kóreu. Ræktun þess og vinnsla fer fram und- ir eftirliti ríkisstjómar Suður-Kóreu sem setur viðurkenndan gæðastimpil á framleiðsluvöruna. 98% af útflutn- ingi rauðs ginsengs frá Kóreu fer til annarra Asíulanda, eins og Hong Kong, Kína, Japan og Taiwan, og kemur því ekki mikið til Vesturlanda. Fyrir 1000 árum var ginsengi lfkt við gull og var villtu ginsengi nánast útrýmt. Keisarinn í Kína sló eign sinni á allt ginseng í Kóreu og bannaði verslun með það að viðlagðri dauða- refsingu. Hann notaði einungis rauða ginsengið af miðhálendinu þar sem aðal ræktunarsvæðin em enn í dag. Dýr og eftirsótt efni hafa þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.