Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 37

Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 37
FRETTIR Er sundið hollt fyrir ófrískar konur? í nýlegri bók um með- göngu og fæðingarhjálp eftir dönsku ljósmóðurina Dorthe Taxböi fullyrðir hún að fátt sé eins hollt fyrir ófrískar konur og að stunda sund. Mælir hún með því að konur stundi simd alveg fram undir það að þær eigi von á sér og bendir á að hingað til hafi margir læknar haldið því fram að ekki væri gott fyrir konur að stunda sund síðustu tvo mánuði með- Tónlistin róar Við sögðum frá því í síð- asta tölublaði HEILSU- VERNDAR að norskar rannsóknir hefðu leitt það í ljós að tónlist og söngur gætu létt konum verulega þær þrautir sem þær taka út við bamsfæðingar. En þar með er ekki öll sagan sögð því nýlega var greint frá rannsóknum, sem fram fóm í Sviss og Frakklandi, og sýndu ótvírætt að tón- list hefur mjög góð áhrif á sjúklinga sem þurfa að gangast undir erfiðar að- gerðir á sjúkrahúsum. Yfirleitt em sjúklingar, sem þurfa að gangast und- ir aðgerðir, mjög kvíða- fullir og líður illa meðan aðgerðarinnar er beðið en með því að láta þá velja uppáhaldstónlistina sína og spila fyrir þá meðan beðið er kom í ljós að fólk göngunnar og þá aðallega vegna hættu á sýkingu. Segir Taxböl í bók sinni að þessar kenningar hafi verið afsannaðar. í bók- inni segir Taxböl að sund sé mjög góð hreyfing fyrir ófrískar konur og styrki bæði bakvöðva, maga- vöðva og fætur. Að auki segir hún að ófrískar kon- ur finni oftast til vellíðun- ar í vatninu. Þegar líði á meðgönguna finnist mörg- um þær vera sverar og þunglamalegar en sú til- finning hverfi þegar þær séu komnar í vatnið og því slappi þær betur af. varð rólegra og betur und- ir aðgerðina búið. Hið sama var uppi á teningn- um hjá þeim sem þurftu að fara til tannlæknis. Kvíði fólks minnkaði og því leið betur ef róleg og afslapp- andi tónlist hljómaði á tannlæknastofunum. Rannsóknir segja ekki allt í grein, sem birtist ný- lega í hinu virta breska læknatímariti The Lancet, var fjallað um niðurstöður kólestreólrannsókna sem breskir og bandarískir vís- indamenn hafa unnið að á undanförnum árum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvort mögu- leiki væri á því að sjá fýrir hvaða fólk væri í mestri hættu að fá hjartaáfall. Niðurstöðumar komu á óvart þar sem þær leiddu í ljós að mælingar, sem gerðar vom reglulega á fólki, leiddu ekki til þess að unnt væri að sjá fyrir hverjir væm í mestri hættu. (The Guiardian) Magn og gæði sæðis fer minnkandi Sú staðreynd að bæði magn og gæði sæðis karl- manna á Vesturlöndum fer stöðugt minnkandi hef- ur valdið vísindamönnum, sem fást við rannsóknir á þessu sviði, bæði heila- brotum og áhyggjmn. Ekki hefúr enn fundist nein við- hlítandi skýring á þessu en allskonar tilgátur hafa verið á lofti, m.a. þær að um sé að kenna mengun eða þá að þetta sé svar náttúrunnar við því að nóg sé orðið af mannfólkinu. Nú hafa danskir visinda- menn sett fram þá kenn- ingu að í raun séu orsak- imar þær að konur fái of mikið östrogenhormón á meðan á meðgöngunni stendur og að það hafi áhrif á fóstrið ef það er karlkyns. Þeir benda á að neýsla á allskonar fæðu sem inniheldur östrogen hafi aukist mjög mikið á síðustu áratugum og neftia þar sérstaklega dýrafitu til sögunnar, auk þess sem þeir segja að í mörgum til- fellum sé um lyfjagjöf að ræða. Segja þeir að mikið atriði sé fyrir ófrískar kon- ur að huga sérstaklega að mataræði sínu og neyta trefjaríkrar fæðu en hún geti unnið á móti þeim skaða sem östrógenfæðan hugsanlega veldur. Niðurstöður dönsku vís- indamannaxma fara sam- an við niðurstöður athug- ana sem bandarískir starfsfélagar þeirra hafa unnið að. Þar hefur sér- staklega verið kannað hvaða áhrif það hefur þegar ófrískum konum er gefið östrogen til þess að koma í veg fyrir fósturlát. Virðist margt benda til þess að þau sveinböm, sem þær fæða, hafi van- þroskuð eistu og galla í þvagrásinni. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.