Heilsuvernd - 01.12.1993, Síða 42

Heilsuvernd - 01.12.1993, Síða 42
FRETTIR Andlátsfrétt stórlega ýkt Ekki er öll vitleysan eins. Það fengu presthjón nokkur í Danmörku að reyna fyrir nokku er frúin, Agnes Bowmann, var lögð inn á sjúkrahús í Kolding. Agnes þessi er fyrrverandi hjúkrunarkona og hafði mikla reynslu sem slík. Ekki fékk hún þó þá þjón- ustu á sjúkrahúsinu sem vænst hafði verið og kvart- aði bæði hún og eiginmað- ur hennar, séra Svend Bowman, yfir afskipta- leysi bæði lækna og hjúkr- unarfólks. Meðan frú Agn- es lá á spítalanum elnaði henni sótt sú sem hráði hana en lítið var gert til Frú Agnes Bowmann. þess að hjálpa henni. Að vísu voru henni gefin lyf en þau báru ekki tilætlað- an árangur, enda kom í ljós að það var ekki lungnabólga sem þjáði hana heldur lömun í þörm- um. Var hún orðin fársjúk er hún fékk loksins viðeig- andi rannsókn og hið sanna kom í ljós. Þá var hún þegar skorin upp og hluti þarmanna fjarlægð- ur. Meðan hún var enn á gjörgæsludeild eftir upp- skurðinn fékk hún hjarta- stopp en með þeim tækni- búnaði, sem fyrir hendi var, tókst að lífga hana við og smátt og smátt náði frúin bata og gat haldið heim á leið. Presthjónin voru ekki ánægð með þjónustu sjúkrahússins og skrifuðu kvörtunarbréf til danska heilbrigðisráðuneytisins. Eftir nokkra daga fengu þau svarbréf frá ráðu- neytinu og þá tók fyrst steininn úr. Þar var hjón- unum nefnilega tilkynnt að engin ástæða væri fyrir þau að kvarta yfir með- höndluninni sem hin látna hefði fengið á sjúkrahús- inu. Það fór með frúna eins og Mark Twain forðum daga að henni þóttu fréttir af dauða sínum stórlega ýktar. Hún sagði fjölmiðl- um sögu sína og þeir gerðu sér mikinn mat úr henni. Sjúkrahúsið og heilbrigð- isráðuneytið fengu „að heyra það“, og mörgum þótti þetta bera vitni um ótrúlegt kæruleysi heil- brigðisyfirvalda. Eina af- sökunin, sem þau höfðu fram að færa, var sú að álagið á starfsfólk á um- ræddu sjúkrahúsi hefði verið svo mikið að það hefði boðið upp á mistök sem þessi. En þá var aftur spurt, - ef slík mistök verða í skriffinnskunni - hvað gerist þá á skurðar- borðinu? Þeirri spumingu er ósvarað en dönsk heil- brigðisyfirvöld hafa hins vegar sagt að þetta ein- stæða mál verði til þess að málefni nokkurra sjúkra- húsa, sem talin hafa verið algjörlega imdirmönnuð, verði tekin til sérstakrar skoðunar. * Arangursríkasta leiðin fundin? Bandaríkj amenn telja sig nú loksins hafa fundið vænlegustu leið- ina í baráttunni gegn vaxandi glæpatíðni í landi þeirra. Lausnina telja þeir vera að herða mjög áróður gegn áfengi og fíkniefnum en samkvæmt könnunum, sem gerðar hafa verið þar vestra, eru gerend- ur í alvarlegum glæp- um langoftast annað- hvort undir áhrifum áfengis eða í fíkniefna- vímu eða þá að þeir eru að afla sér peninga til kaupa á þessum „vam- ingi“. Talið er að um 13 milljónir Bandaríkja- manna neyti fíkniefna í það miklum mæli að þeir séu háðir þeim og um 103 milljónir manna neyta áfengis meira en góðu hófi gegnir. I ijósi þessara staðreynda hefur ríkis- stjómin hafið mikla áróðursherferð, sem einkum beinist að því að upplýsa ungt fólk um skaðsemi áfengis og fíkniefna, og hefur hún leitað liðsinnis margra átrúnaðargoða unga fólksins úr heimi íþrótta og popptónlist- ar. Á ráðstefnu, sem nýlega var haldin í Washington, þar sem ýmsir sérfræðingar, bæði í læknisfræði, meðferðarmálum og löggæslu, bám saman bækur sínar, kom fram það álit þeirra að áróð- ursherferðin væri þegar farin að skila ár- angri og ef henni yrði haldið áfram með sama þunga og verið hefur væri líklegt að á næstu Talið er vænlegt að fá rokkstjömur til liðveislu. mánuðum myndu um 3,5 milljónir ung- menna, sem nú em að fikta við áfengisneyslu og fíkniefni, hætta slíku algjörlega og fjölmargir fiillorðnir myndu líka láta sér segjast. Þá kom einnig fram á umræddri ráð- stefnu að áróður gegn reykingum í Bandaríkj- unum hefur skilað miklum árangri og var talið að um þrjár millj- ónir manna þarlendis myndu hætta að reykja á næstu tveimur ámm. (U.S. Today). Dularfull eitrun Gmnsemdir hafa vakn- að um að hermenn, sem tóku þátt í hinu svokallaða Persaflóastríði á sínum tíma, hafi orðið fyrir ein- hverjum eitmnaráhrifum. Vera kann að um sé að ræða einhverja tegund gaseitrunar. Það sem vek- ur þessar grunsemdir er að óvenjulega hátt hlutfall bama sem þátttakendur í stríðinu hafa eignast, eftir að því lauk, hefur reynst með fæðingagalla eða sjúkdóma sem erfitt er að ráða við. Þá hefúr einnig borið óeðlilega mikið á fósturlátum hjá eiginkon- um þeirra manna sem vom í Persaflóastríðinu. (The Guardian) 42

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.