Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 20

Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 20
ALNÆMI Er gert of mikið úr alnæmishættunni? Fólk sem stundar „venjulegt“ ástarlíf á ekki að vera í hættu — alnæmi er fyrst og fremst „undirheimasjúk- dómur“, segja bandarísku athuganirnar. Skömmu fyrir síðustu jól var haldin ráðstefna í Washington í Bandaríkj- unum þar sem læknar og vísindamenn víðs vegar að báru saman bækur sín- ar um útbreiðslu alnæmis í Bandaríkjunum og kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var á vegum bandarísku ríkis- stofnunarinnar sem fer með tölfræði heilbrigðis- mála þar í landi (National Centre of Health Statist- ics). Umrædd könnun var jafnframt fyrsta úrtaks- könnunin um útbreiðslu alnæmis sem gerð hefur verið og hafa niðurstöður hennar vakið mikla at- hygli og jafnframt deilur þar vestra. Úrtakskönnunin var þannig framkvæmd að tekin voru blóðsýni úr 8.000 manns víðs vegar í Bandaríkjunum og voru sýnin síðan rannsökuð. í ljós kom að 29 reyndust sýktir af alnæmi og vakti það sérstaka athygli að af þeim hópi voru aðeins fimm hvítir karlmenn og ein hvít kona. Hinir, sem voru alnæmissýktir, voru ýmist blökkumenn eða fólk af spænskum upp- runa, flest ættað frá Mið- eða Suður-Ameríku. Nán- ari athugun leiddi síðan í ljós að langflestir þeirra, sem voru sýktir, bjuggu við mjög erfiðar félags- legar aðstæður eða áttu annaðhvort við áfengis- eða fíkniefnavandamál að etja. Flestir voru þess- ir einstaklingar illa menntaðir og mjög fátæk- ir. Niðurstaðan úr könn- uninni renndi stoðum undir fullyrðingar sem öðru hverju hafa skotið upp kollinum að undan- fömu - eða þeim að al- næmi sé fyrst og fremst sjúkdómur sem herjar á fátæka og þá sem lifa ekki eftir hefðbundu mynstri. Bent hefur verið á að ýmsir aðrir sjúkdómar herji einmitt á fólk sem býr við erfiðar aðstæður og er þar nefnd lifrar- bólga og lungnabólga auk þess sem hvers konar kynsjúkdómar em til muna algengari hjá þess- um þjóðfélagshópum heldur en hjá þeim sem em betur settir. í kjölfar ráðstefnunnar og könnunarinnar hafa bandarískir fjölmiðlar fjallað um alnæmisfárið út frá nýjum forsendum. Meðal þeirra, sem skrifað hafa um málið, er hinn þekkti blaðamaður hjá The Daily Telegraph, Ambrose Evans Prit- chard, og hefur hann verið ómyrkur í máli. Asakar hann heilbrigðis- yfirvöld í Bandaríkjunum fyrir að ala á alnæmisótt- anum og verða sér úti um aukið fjármagn til alls- konar rannsóknarstarfa með því að beita alnæm- isvofunni fyrir sig. Segir hann ennfremur að heil- brigðisyfirvöld hafi farið frjálslega með ýmsar staðreyndir er varða dauðsföll af völdum al- næmis. Það sé til að mynda næsta algengt að dánarorsakir, eins og t.d. krabbamein í hálsi og lifr- arbólga, sé skráð sem al- næmi án þess að nákvæm rannsókn fari fram. Blaðamaðurinn heldur því líka blákalt fram að meginástæðan fyrir því sem hann kallar hræðsluáróður sé sá að þegar alnæmi skaut upp kollinum einskorðaðist sjúkdómurinn að mestu við eiturlyfjasjúklinga og homma. Þegar farið var að fjalla um það í fréttum hafi þessir hópar brugðist hart við og talið að um of- sóknir gegn sér væri að ræða. Þeim hafi síðan orðið svo vel ágengt í þeirri umfjöllun sinni að áróðurinn hafi í raun snúist í öndverðu sína og ekki sé fjallað um það sem mestu máli skipti. Blaðamaðurinn full- yrðir ennfremur að stað- reynd málsins sé sú að ekkert bendi til þess að alnæmi verði nokkru sinni faraldur hjá gagn- kynhneigðu fólki í Banda- ríkjunum og að líkur séu á að sjúkdómstilfellum muni frekar fækka en fjölga í framtíðinni. Margir fleiri en Evans Pitchard hafa tjáð sig á svipaðan hátt um mál þetta og bent hefur verið á að þeir fréttamenn, sem hafi viljað segja „sann- leikann“ í málinu, hafi mátt þola það að vera skákað út í horn á fjöl- miðlum sínum eða jafn- vel reknir. Það hafi nefni- lega hentað fjölmiðlun- um mæta vel að búa til allskonar æsifréttir um alnæmi og auka þannig sölu sína. 20

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.