Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 31

Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 31
ÞÝTT OG ENDURSAGT: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Hörfar fólk aftur á bak þegar það talar við þig? ANDREMMA Það er óskemmtilegt að siga orðastað við manneskju með andremmu. I fyrsta lagi er lyktin vond. I öðru lagi er aðstaðan vandræðaleg vegna þess að viðkomandi veit að öllum líkindum ekki af fnykn- um. Og í þriðja lagi læðist oft að okkur óþægilegur grunur við þessar aðstæður — grun- ur um að kannski séum við sjálf andfúl! Því miður fmnur fólk ekki eigin and- remmu. Þess vegna verðum við að treysta á að velviljaðir vinir eða ætt- ingjar segi okkur hvers kyns er. En auðvitað er ekkert gaman að fá slíkar fréttir, jafnvel ekki frá sínum nán- ustu. Það er því skynsamlegt að kynna sér hvernig shk remma mynd- ast og grípa til fyrirbyggjandi ráðstaf- ana. ORSAKIR Munnöndun. Langflestir eru andfúlir þegar þeir vakna á morgnana. Ástæðan er sú að við höfum sofið með munninn opinn. Við það þomum við í munninum og því verður loftið, sem við öndum frá okkur, daunillt. Það sama er uppi á teningnum þegar við erum kvefuð eða stífluð í nefinu, t.d. vegna ofnæmis. Fæða. Aðal sökudólgamir eru laukur, hvítlaukur og áfengi en marg- ar fæðutegundir valda einnig andfýlu þótt í minna mæli sé. Tannskemmdir og tannholds- sýkingar. Oft má rekja andremmu til þess að viðkomandi hirði tennurnar og tannholdið ekki nægilega vel. Skemmdar tennur lykta illa og það sama á við um bólgur í tannholdinu Það er ákaflega hvimleitt á mannamótum að þurfa að standa og ræða við einhvern sem megnustu andremmu leggur út úr. I mörgum tilfellum gerir fólk sér ekki grein fyrir vondu lyktinni sem leggur af því. 31

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.