Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 31

Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 31
ÞÝTT OG ENDURSAGT: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Hörfar fólk aftur á bak þegar það talar við þig? ANDREMMA Það er óskemmtilegt að siga orðastað við manneskju með andremmu. I fyrsta lagi er lyktin vond. I öðru lagi er aðstaðan vandræðaleg vegna þess að viðkomandi veit að öllum líkindum ekki af fnykn- um. Og í þriðja lagi læðist oft að okkur óþægilegur grunur við þessar aðstæður — grun- ur um að kannski séum við sjálf andfúl! Því miður fmnur fólk ekki eigin and- remmu. Þess vegna verðum við að treysta á að velviljaðir vinir eða ætt- ingjar segi okkur hvers kyns er. En auðvitað er ekkert gaman að fá slíkar fréttir, jafnvel ekki frá sínum nán- ustu. Það er því skynsamlegt að kynna sér hvernig shk remma mynd- ast og grípa til fyrirbyggjandi ráðstaf- ana. ORSAKIR Munnöndun. Langflestir eru andfúlir þegar þeir vakna á morgnana. Ástæðan er sú að við höfum sofið með munninn opinn. Við það þomum við í munninum og því verður loftið, sem við öndum frá okkur, daunillt. Það sama er uppi á teningnum þegar við erum kvefuð eða stífluð í nefinu, t.d. vegna ofnæmis. Fæða. Aðal sökudólgamir eru laukur, hvítlaukur og áfengi en marg- ar fæðutegundir valda einnig andfýlu þótt í minna mæli sé. Tannskemmdir og tannholds- sýkingar. Oft má rekja andremmu til þess að viðkomandi hirði tennurnar og tannholdið ekki nægilega vel. Skemmdar tennur lykta illa og það sama á við um bólgur í tannholdinu Það er ákaflega hvimleitt á mannamótum að þurfa að standa og ræða við einhvern sem megnustu andremmu leggur út úr. I mörgum tilfellum gerir fólk sér ekki grein fyrir vondu lyktinni sem leggur af því. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.