Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 47

Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 47
 HRESS Sumir segja að streita sé algengasti „nú- tímasjúkdómurinn“ og í raun séu það sárafáir sem aldrei finni til hans. Vitanlega á fólk oft erfitt með að gera sér grein fyrir því hvort það er streitusjúkt eða ekki - sjúkdómurinn lýsir sér ekki á beinan hátt. Orsakir hans geta verið margar og afleiðingarnar einnig. Það er líka mjög mismunandi hvernig fólk bregst við sjúkdómnum og því ástandi sem hann leiðir af sér. Sumir læra einfaldlega að lifa með streit- unni, en öðrum líður illa og verða að gera ráðstafanir til þess að lækna sig af henni. Það er ekki síst fólk sem vinnur hin svokölluðu kyrrsetustörf sem verða fórnarlömb streit- unnar. En hver og einn getur hins vegar gert ýmislegt til þess að forðast streituna og lækna sig af henni. Þau ráð, sem grípa þarf til, eru ekki öll flókin. Hér á eftir er bent á nokk- ur einföld atriði sem geta orðið til hjálpar - atriði sem auðvelt er að grípa til og framfylgja á vinnustað. 1. AFSLÖPPUNARÖNDUN Sittu afslappað í stólnum. Dragðu djúpt andann og haltu honum niðri í þér örstutta stund áður en þú andar rólega frá þér í gegnum munninn. Lok- aðu augunum og haltu höndunum um magann því þannig hefur þú betri stjóm á útönduninni. Með nokkurri þjálfun getur þú náð því að anda þannig 8-10 sinnum á mínútu en því fylgir mikil slökun. Gættu þess þegar þú byrjar slíkar öndunaræfingar að ætla þér ekki um of. 2. SVAR VIÐ ERFIÐRI ÁREITNI Oft verður fólk fyrir erfiðri áreitni á vinnustað sínum og kemst í ójafnvægi. Þá er ágætt ráð að halla sér vel aftur í stólnum eða það, sem er ennþá betra ef tækifæri er til, að leggjast á gólfið. Lokið síðan augunum og andið rólega. Teljið rólega við útöndunina, annaðhvort í hljóði eða í hálfum hjóð- um, en slíkt róar ykkur og gerir æfinguna mark- vissari. 3. TEYGJUÆFINGAR Sitjið rétt í stólnum og hallið höfðinu aftur á .... .......................»»í' EKKERT STRESS Þegar mest er um að vera og allt „vitlaust að gera“ er áríðandi að finna sér örlitla stund til hvíldar. bak. Reynið að slaka vel á í öxlunum, beygið oln- bogana og dragið djúpt andann. Teygið síðan hægri höndina eins langt upp og þið getið og kreppið og réttið fingurna eins og þið séuð að grípa eitthvað. Andið rólega frá ykkur um leið og þið látið hendina falla rólega niður. Kreppið hnefann laust um leið. Farið eins að með vinstri höndina og gerið þessa æfingu tíu sinnum. 4. KISUÆFINGIN Fá dýr kunna eins vel að slappa af og kötturinn og það er ýmislegt hægt að læra af honum. Reynið að slappa vel af og leggið hendur á lærin. Dragið 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.