Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 25
vinnutækið
sjáum ekki þann árangur, sem við vonuð-
umst eftir, og finnst við standa okkur illa.
Hlutdeild okkar verður sveiflukennd. Hún
verður stundum ómarkviss vegna þess að
við efumst um leið. Smám saman nær
neikvæðni samstarfsmanna að smita út frá
sér en við reynum að láta hana ekki hafa
áhrif á okkur. Til þess að hlífa okkur ein-
angrum við okkur. Heilsan byrjar að gefa
sig, svolítill magaverkur og stundum höf-
uðverkur gera vart við sig. Við efumst um
starfið eða spyrjum okkur hvort við séum
á réttri hillu eða jafnvel hvort nám okkar
hafi verið vitlaust.
Við óttumst framtíðina; verður starfið
svona þangað til ég fer á eftirlaun? Við
verðum sjálf neikvæð og sjáum stöðugar
hindranir á vegi okkar og starfsfélaganna.
„Þetta kemur aldrei til með að ganga,“
verður viðkvæðið. Við finnum fyrir aukn-
um vanmætti og vankunnáttu og ekkert
virðist vera til bóta.
Geðvefrænu einkennin eru orðin þrá-
lát, við drögum okkur meira í hlé og miss-
um allan áhuga.
Deyfðarskeiðið:
Við gefumst upp — bæði í starfi og í
voninni um að geta breytt einhverju. Við
fiarlægjumst samstarfsmenn og flöl-
skyldu.
Sjálfstraustið hverfur alveg. Við teljum
okkur ekki geta neitt, allra síst að breyta
til eða skipta um vinnu. Við hirðum ekki
um starfið og eigum það til að ráfa um, sjá
um félagsstörf, stinga af eða verða sinnu-
laus.
KULNUN: Við erum líkamlega eða
andlega buguð og neyðumst til hætta eða
skipta um starfsvettvang.
HHMHMMHHHHI
25