Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 51

Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 51
Ef andvakan orsakast af eigin matarvenjum. Farðu vandlega yfir matarvenjur þínar því oft geta þær átt þátt í svefnleysinu. Sumir segja að góðar matarvenjur gefi góðan svefn. Borðaðu hollan mat og reyndu um- fram allt að hafa reglu á máltíðunum ef þú átt við svefntruflanir að etja. Gættu þess að borða þá ekki seint á kvöldin. Og ef þú kemst ekki hjá því að borða seint reyndu þá að velja létt- an og fitusnauðan mat. Forðastu steikur, brasaðan eða feitan mat. Fáðu þér heldur brauð eða salat. Drekktu alls ekki mikið kaffi eða te á daginn ef þú átt í erfiðleikum með svefn og því síður á kvöldin. Hafðu það í huga að venjulegt kaffi og te virkar örvandi. Veldu þess í stað koff- ínlaust kaffi eða jurtate. Þá er ekki ráðlegt að drekka áfengi fyrir svefninn. Það kann vel að vera að þú sofnir fljótt ef þú ert undir áhrif- um áfengis en í flestum tilfellum verð- ur svefninn órólegur og gefur þér engan veginn nægjanlega hvfld. Svefnherbergið Orsakir fyrir svefnleysi eða slæm- um svefni getur verið að finna í svefn- herberginu þínu. Gættu þess að hafa ekki of heitt þar. Hitastigið á ekki að vera nema um 18 gráður. Ráðlegt er að sofa við opinn glugga ef því verður við komið. Þannig helst hitastigið fremur hæfilegt og ofan í kaupið færðu einnig ferskt loft. Það er gott ráð að galopna svefn- herbergisglugga skömmu áður en þú gengur til náða. Þá leitar innibyrgða Góð ráð — góður svefn * Farðu á fætur og gakktu til náða á svipuð- um tíma dag hvern. Þann- ig stillir þú líkamsklukku þína. * Sofðu ekki á daginn ef þú átt erfitt með svefn á kvöldin og nóttunni. * Gættu þess að hafa svalt, dimmt og kyrrð í svefnherberginu þínu. * Drekktu ekki venju- legt kaffi eða te á kvöldin. Koffín virkar örvandi. * Reyktu ekki á kvöld- in. Nikótín í tóbakinu virkar einnig örvandi. * Ef þú getur alls ekki sofnað skaltu fara fram úr og fara út úr svefnher- berginu um stund. Not- aðu tímann til þess að opna glugga í herberginu og lofta rækilega út. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.