Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 51

Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 51
Ef andvakan orsakast af eigin matarvenjum. Farðu vandlega yfir matarvenjur þínar því oft geta þær átt þátt í svefnleysinu. Sumir segja að góðar matarvenjur gefi góðan svefn. Borðaðu hollan mat og reyndu um- fram allt að hafa reglu á máltíðunum ef þú átt við svefntruflanir að etja. Gættu þess að borða þá ekki seint á kvöldin. Og ef þú kemst ekki hjá því að borða seint reyndu þá að velja létt- an og fitusnauðan mat. Forðastu steikur, brasaðan eða feitan mat. Fáðu þér heldur brauð eða salat. Drekktu alls ekki mikið kaffi eða te á daginn ef þú átt í erfiðleikum með svefn og því síður á kvöldin. Hafðu það í huga að venjulegt kaffi og te virkar örvandi. Veldu þess í stað koff- ínlaust kaffi eða jurtate. Þá er ekki ráðlegt að drekka áfengi fyrir svefninn. Það kann vel að vera að þú sofnir fljótt ef þú ert undir áhrif- um áfengis en í flestum tilfellum verð- ur svefninn órólegur og gefur þér engan veginn nægjanlega hvfld. Svefnherbergið Orsakir fyrir svefnleysi eða slæm- um svefni getur verið að finna í svefn- herberginu þínu. Gættu þess að hafa ekki of heitt þar. Hitastigið á ekki að vera nema um 18 gráður. Ráðlegt er að sofa við opinn glugga ef því verður við komið. Þannig helst hitastigið fremur hæfilegt og ofan í kaupið færðu einnig ferskt loft. Það er gott ráð að galopna svefn- herbergisglugga skömmu áður en þú gengur til náða. Þá leitar innibyrgða Góð ráð — góður svefn * Farðu á fætur og gakktu til náða á svipuð- um tíma dag hvern. Þann- ig stillir þú líkamsklukku þína. * Sofðu ekki á daginn ef þú átt erfitt með svefn á kvöldin og nóttunni. * Gættu þess að hafa svalt, dimmt og kyrrð í svefnherberginu þínu. * Drekktu ekki venju- legt kaffi eða te á kvöldin. Koffín virkar örvandi. * Reyktu ekki á kvöld- in. Nikótín í tóbakinu virkar einnig örvandi. * Ef þú getur alls ekki sofnað skaltu fara fram úr og fara út úr svefnher- berginu um stund. Not- aðu tímann til þess að opna glugga í herberginu og lofta rækilega út. 51

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.