Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 8

Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 8
SKOKK EIGIN ÆFIN G AÁÆTLUN Það getur verið auðveldara að koma sér af stað ef gerð er æfinga- áætlun og eins er mikilvægt að nota slíka áætlun sem aðhald fyrir sjálfan sig. Áætlunin segir þér hvað gera skal viku eftir viku. Vega- lengdina, sem skokkað er, og tímann sem það tekur. Rétt er að hafa þá meginreglu í huga að það skipti ekki öllu máli hversu langt sé skokkað og hver tíminn sé heldur fyrst og fremst að æfingarnar séu stundaðar reglulega. Vika Vegalengd Tíðni Tími 1. 1,5 km 3 sinnum ótakmarkaður 2. 1,5 km 3 sinnum ótakmarkaður 3. 1,5 km 4 sinnum 12 mínútur 4. 1,5 km 3 sinnum IIV2 mínúta 5. 1,5 km 3 sinnum 11 mínútur 6. 1,5 km 3 sinnum IOV2 mínúta 7. 2,5 km 3 sinnum 17 mínútur 8. 2,5 km 3 sinnum I6Y2 mínúta 9. 2,5 km 3 sinnum 16 mínútur 10. 3 km 2 sinnum 21 mínúta 11. 3 km 3 sinnum 20 mínútur 12. 4 km 2 sinnum 25 mínútur 5) Þeir hafa sveigjanlegan og riffl- aðan sóla. Hvað annan búnað áhrærir er vert að hafa í huga að klæða sig algjörlega eftir veðrinu hverju sinni. Ef kalt er í veðri er vert að hafa það í huga að það er miklu skynsamlegra að fara í nokkrar flíkur hverja yfir aðra heldur en að klæða sig í eina mjög hlýja flík. Ef verið er í mörgum flíkum á fólk auðveldara með að losna við svita án þess að verða rakt eða blautt og auk þess má heldur ekki gleyma því að þá er líka auðveldara að fækka fötum ef fólki hitnar verulega á meðan á skokk- inu stendur. Yfirleitt eru kuldi og hvassviðri skokkurum mjög til trafala á íslandi og verða til þess að mun færri stunda skokk en ella. En þeir, sem ætla sér að skokka á annað borð, mega ekki láta veður og vinda hindra sig. Vissulega gerir hér svo hörð vetrarveður að ekki er viðlit að vera úti en þeir dagar eru þó tiltölulega fáir. Það er ekki eins skemmtilegt að skokka ef úti er snjór og jafnvel hálka en ef viljinn er fyrir hendi er þó víða hægt að finna svæði þar sem unnt er að fá bærilega aðstöðu til hreyfingar- innar. í kulda og trekki þarf fólk hins vegar að klæða sig vel og hafa það í huga að það er ágætt og hluti af heilsusamlegri hreyfingu að hitna og svitna. Núorðið er orðið svo mikið framboð af góðum skjólfatnaði að aldrei ætti að vera þörf á að sitja inni vegna skorts á viðeigandi fatnaði. í sólskini og góðu veðri ættu skokkarar að finna til stuttermatreyj- ur og jafnvel stuttbuxur. Ágætt er að slíkur fatnaður sé úr ull eða bómull þar sem slík efifi „anda“ vel og halda því ekki svitanum að líkamanum. Mörgum fmnst það hámark skokk- nautnarinnar að skokka úti í góðu veðri og láta ferskt loft leika um sem mest af líkamanum. Þannig er skynsamlegast að byrja: Það er um að gera að ætla sér ekki um of þegar byijað er að skokka. Fólk ætti alltaf að hafa það í huga að skokk- ið á að vera skemmtilegt og þægilegt og það á alls ekki að pína sig áfram. Það er mikill misskilningur ef fólk heldur að skokk og önnur líkams- hreyfing komi ekki að gagni nema við- komandi keyri sig algjörlega út. Ef fólk hefur ekki stundað líkams- rækt eða hreyft sig mikið er alls ekki rétt að hefja æfingamar með því að Rétta aðferðin auðveld Rétt tækni er mjög mikil- væg þegar fólk fer að skokka. Það borgar sig að reyna að temja sér réttan „stíl“ þegar í upphafi en þegar fólk kemst í æfingu finnur það fljótt réttu aðferðina. Reyndu að hugsa málið vel og fara yfir það í huganum. Það er svo margt sem virðist ekki þess virði að hugleiða en er það samt. Ertu of sperrtur í skokkinu? Þreytistu vegna þess að þú ert í lélegum skóm. Velur þú skástu skokkleið- irnar miðað við aðstæður? Bjóða leiðirnar upp á nægjan- lega tilbreytni? skokka af stað. Byijið þess í stað með því að fara í gönguferðir - ganga eins rösklega og þið getið í um það bil hálfa klukkustund allt að sex sinnum í viku. Þannig er hægt að venja líkamann við hreyfinguna og þá kemur brátt að því að vilji fólks og geta stendur til að gera annað og meira - að fara að hlaupa við fót, skokka. Byijunin getur verið sú að skokka rólega nokkra tugi metra í göngutúrunum. Þá fer fólki brátt að þykja slíkt skemmtilegt. En aukið alls ekki hraðann fyrr en þið finnið sjálf að þið hafið orku og getu til þess. Oft finnst fólki það loga af áhuga á því að skokka af alvöru og þá getur verið ágætt að segja við sjálfan sig að ekkert liggi á. Nú sé hafið prógramm sem geri ekki ráð fyrir neinum mara- þonhlaupum - þau komi bara seinna. Og þótt fólk geti í raun skokkað í hálftfina eða svo er um að gera að gefa slíku tíma og ætla sér ekki um of. Slíkt getur haft þau eftirköst að fólki líði ekki vel og það er aftur vísasta leiðin til þess að það gefst upp og leggur skokkskóna einfaldlega á hilluna. Þannig er ráðlegast að fara að: * Byijaðu alltaf á því að hita upp, sama hvort þú ferð í göngutúr eða skokkar. Best er að byrja á því að gera teygjuæfingar, svip- 8

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.