Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 11

Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 11
SKOKK liiiilíiliiiiiiíll ÞAÐ SEM GERIR SKOKKIÐ ERFIÐARA: * Þú hallar þér of mikið fram í skokkinu. Það reynir of mikið á bakið. * Þú ert of spenntur og nærð ekki að slappa vel af. * Skokkleiðin er of ójöfn og torfarin. * Þú ert ekki klæddur við hæfi. * Þú beygir olnbogana of mikið og vingsar handleggjunum fyrir framan líkamann. Það reynir á bakið og gerir hlaupahreyfing- una erfiðari en ella. * Skórnir þínir eru ekki nógu góðir. Slitnir og slæmir skór eru vondir fyrir fæturna og bakið. * Þú tekur of löng skref. Það er ekki hægt að gera með góðu móti fyrr en viðkomandi er kominn í dágóða þjálfun. * Þú stígur fyrst niður á tábergið. Það er þreytandi og reynir mikið á allan líkamann. irnar koma, þegar skokkið verður beinlínis bæði erfitt og þó umfram allt leiðinlegt. Til þess að minnka líkurnar á því að slíkar stundir verði til þess að fólk gefist upp er ágætt að velja sér mismunandi skokkstaði og skokkleið- ir og jafnvel hægja ferðina. Það þarf ekki að vera um neitt afturhvarf eða uppgjöf að ræða þótt slíkt sé gert. Það þýðir frekast það að skynsemin sé látin ráða. Það þykir hæfilegt að skokka þrisv- ar til fjórum sinnum í viku, þrjátíu mín. í senn. Ef fólk skokkar bara tvisvar í viku kemur það vissulega að gagni en framfarimar verða ekki eins miklar, jafnvel ekki svo miklar að það virki sem hvatning til að halda áfram. En hófið er best. Ef fólk ætlar að taka æfingamar með trompi og skokkar á hverjum degi er mun líklegra en ella að það hreinlega gefist upp og hætti. Láttu úrið þitt liggja heima fyrst eftir að þú byijar að fara út að skokka. Láttu heldur dagsformið, skapsmun- ina og aðstæðumar ráða því hve langt þú skokkar og á hvaða tíma. Berðu þig aldrei saman við aðra þegar þú ert að byrja. Hafðu það eitt í huga að eftir því sem þú kemst í betra form verður ánægjan meiri og þú nýtur hreyfing- arinnar. Og auðvitað verður ánægjan meiri ef þú nærð þeim markmiðum sem þú setur þér, bæði hvað varðar vegalengdir og tíma. Skokk að vetrarlagi Vetrarveðráttan á íslandi á ömgg- lega mestan þátt í því hve fáir íslend- ingar leggja í að skokka og hve margir velja sér aðrar leiðir til líkamsræktar og hreyfingar. En eins og áður segir eru þeir dagar tiltölulega fáir sem í raun er útilokað að hreyfa sig úti ef vilji er fyrir hendi. Snjór og hálka em erfiðustu hjall- arnir í vetrarskokkinu. Ef aðstæður eru slæmar er um að gera að taka k'finu með ró og skokka hægar en ella. Og rétt er að ítreka það að víða er hægt að finna auða bletti þar sem unnt er að framkvæma skokkprógrammið sitt. Ef hálka hindrar getur verið ág- ætt ráð að bera skíðaáburð á skokk- skóna áður en haldið er af stað og eins nota sumir það ráð að fara í gamla ullarsokka utan yfir skóna. Aðalmálið varðandi vetrarskokkið 11

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.