Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 13

Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 13
KYNLIF Kynlífslöngun getur orðið sjúkleg Mikil kynorka hefur hingað til þótt mjög svo eftirsóknarverð og margir öfunda hin svokölluðu kyntröll sem virðast geta komið hvaða konu sem er til við sig og þá líka hve- nær sem er. Viðhorfin hafa verið dálítið öðruvísi til kvenna sem „eru mikið á ferðinni“ eins og það er stundum kallað en oft er sagt um þær að þær séu lausar í rásinni eða jafnvel haldnar brókarsótt þegar notuð eru mjög niðrandi orð. En kynorkan er ekki alltaf eftir- sóknarverð. Stundum fer hún langt yfir mörkin og þeir einstaklingar, sem láta allt sitt líf snúast um kynlíf og kynlífskynni, eru jafnvel ekkert betur settir en þeir sem hafa ánetjast fíkni- efnum, tóbaki eða alkóhóli. Kynlífs- fíkn hefur hingað til verið kölluð „falda fíknin“ en umræður um þennan sjúk- leika eru nú að verða opinskárri en áður og það þykir ekki lengur skömm fyrir þá, sem haldnir eru honum, að leita sér aðstoðar og lækninga. Það er nefnilega staðreynd að þeir einstakl- ingar, sem haldnir eru kynk'fsfíkn, eiga við mikil vandamál að etja og samkvæmt nýjum bandarískum rann- sóknum eru sjálfsvíg tiltölulega al- geng hjá þessum hópi fólks. Tilfinn- ingalíf þessa fólks er einfaldlega í rúst. En hversu algeng er kynlífsfíknin? Það veit raunar enginn enda getur verið mjög erfitt að skilgreina hverjir séu kynlífsfíklar og hveijir ekki. Bandaríski vísindamaðurinn Patrick

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.