Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 15

Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 15
 KYNLIF Kynlífsfíklar hugsa fyrst og fremst um að komast alltaf yfir nýjan og nýjan kynlífsfélaga. Allt, sem heitir rómantík og ást, er í raun og veru fjarlægt þeim og flokkast jafnvel undir tímasóun. Cames, sem manna mest hefur rann- sakað þessi mál og fjallað um þau í ræðu og riti, heldur því þó fram að mun fleiri eigi við slík vandamál að etja en hingað til hefur verið haldið. Hann segir að það séu heldur fleiri karlar en konur sem þjást af kynlífs- fíkn og hann tekur svo djúpt í árinni að segja að hún sé jafnvel enn verri en fíkn í áfengi og eiturlyf og segir að þeir, sem haldnir séu kynlífsfíkn, séu skaðlegir bæði sjálfum sér og þá ekki síður þeim sem þeir umgangast. Patrick Cames vakti fyrst máls á vandamálum kynlífsfíkla eftir að hann hafði framkvæmt viðamikla rannsókn á ámnum 1980-1986. Sjálfur hafði hann á þessum tíma rætt við um 1000 konur og karla sem áttu við slíkt vandamál að stríða og á þeim viðtöl- um og nánari rannsóknum byggði hann bók sem hann skrifaði um málið „Don’t Call It Love“ („Kallaðu það ekki ást“). Bókin varð til þess að opna umræður um vandamálið og síðan þá hafa fjölmargir sérhæft sig í aðstoð við það fólk sem þjáist af kynlífsfíkn, sérstaklega þó í Bandaríkjunum og í Englandi. Cames segir eitt megineinkenni kynlífsfíknar að viðkomandi sækist fyrst og fremst eftir skyndikynnum og hefur sérstaka nautn af því að hafa mök við þá sem hann ætti alls ekki að hafa mök við. Eðlilegt kynlíf, sem framhald hlýrra tilfinninga og ástar, er fjarlægt kynlífsfíklunum. Því er hægt að segja að kynlífsfíklamir sækist í raun eftir sjálfstortímingu rétt eins og áfengissjúklingar eða eiturlyfjafíklar. FRÁHVARFSEINKENNI EINSOGHJÁ ÖÐRUM FÍKLUM Eins og aðrir fíklar þjást kynlífsfíkl- ar af fráhvarfseinkennum ef þeir geta ekki stundað kynlíf við sitt hæfí. Þeir verðaþáýmistþunglyndir, uppstökk- ir eða hræddir. Jafnframt þurfa þeir á allskonar örvun að halda til þess að verða ánægðir. Margir kynlífsfíklar sækja slíka örvun í klámmyndir og klámsögur og þeir, sem verst em haldnir, grípa til sadómasókiskra leikja þar sem þeir pína sjálfa sig. Þeir em öllum stundum að leita að hinni miklu kynferðislegu útrás. Þeir em jafnvel tilbúnir til að fóma hverju sem er til að geta stundað kyn- líf sitt. Þeir setja fjölskyldulíf sitt óhik- að að veði svo og starfsframa ef því er að skipta. Þeir eru stöðugt að valda þeim, sem elska þá, vonbrigðum og særa þá. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir hafa misst stjómina á kynlífs- löngun sinni. Eins og hjá öðrum fíklum em mikl- ar sveiflur í lífi kynlífsfíkla. Þeir taka sér tak og afneita fíkn sinni og reyna að hafa góða stjóm á gerðum sínum. Síðan koma önnur tímabil þar sem þeir láta algjörlega undan löngunum sínum og hafa þá litla sem enga stjóm á sér. í raun og veru lifir þetta fólk alltaf tvöföldu líferni og berst örvænt- ingarfullri baráttu, sem reiði og ótti blandast oft inn í, við að lifa eðlilegu lífi og skapa tilfinningatengsl við aðrar manneskjur en slíkt tekst þó afar sjaldan. Þeir, sem þjálst af kynlífsfíkn, em oft á barmi örvæntingar. Um 89% þeirra, sem Patrick Cames rann- sakaði í fyrmefndri könnun, sögðust vera orðnir tilfinningasljóir og margir höfðu einnig íhugað að fremja sjálfs- víg. Það er því ljóst að kynlífsfíknin kemur alvarlega niður á tilfmningalíf- inu og fólk, sem þjáist af henni, er oftast ekki reiðubúið að mynda náin tengsl við aðrar manneskjur og undir niðri býr alltaf sterkur ótti við höfnun. Þetta fólk er raunverulega á flótta, að 15

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.