Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 16

Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 16
Þegar kynlífsfíkn tekur öll völd „Ég hef bara svona mikla kynorku.“ Þetta er ekki nein afsökun fyrir óviðurkvæmilegri hegðun sem særir fjölda fólks sem kynlífsfíklar umgangast og hafa samskipti við. Yera má að kynlífslöngunin sé svo mikil að hún flokkist undir fíkn og þá er ekki annað til ráða en að leita sér aðstoðar. í bók sinni „Don’t Call It Love“ nefnir Patrick Carnes nokkur atriði sem hann segir að bent geti til sjúkleika á þessu sviði. 1. Þegar hvert einasta tækifæri er notað til kynmaka. Viðkomandi getur ekki neitað slíku, jafnvel þótt hann viti að hann eigi að gera það. 2. Þegar viðkomandi reynir að afla sér tekna með kynlífi. 3. Þegar sofið er hjá fleirum en einum sömu nóttina. 4. Þegar viðkomandi er farinn að missa vini eða kunningja vegna kynferðislegrar áreitni. 5. Þegar viðkomandi hikar ekki við að hafa mök við manneskju sem hann þekkir ekkert. 6. Þegar viðkomandi fróar sér alltaf þegar möguleiki er á slíku. 7. Þegar viðkomandi stendur í kynferðislegu sambandi við marga aðila á sama tíma. 8. Þegar fólk getur ekki eignast vini - aðeins kynlífsfélaga. 9. Þegar viðkomandi stundar ekki öruggt kynlíf, jafnvel þótt hann viti um miklar hættur af kynsjúkdómum. 10. Þegar sóst er eftir kynlífi við fólk sem er gift öðrum. 11. Þegar viðkomandi hefur ánægju og nautn af því að horfa á barnaklám. því er Cames segir, innst inni skammast það sín og hefur mikla þörf fyrir trúnað annarra sem það í fæstum tilfellum fær af skiljanlegum ástæðum. HÆTTA Á EINANGRUN Kynlífsfíklar eiga venjulega ekki marga vini. Þeir beina athygli sinni fyrst og fremst að þeim sem tilbúnir em til þess að stunda kynlíf með þeim. Góður hluti af tíma þessa fólks fer í að skipuleggja, hugsa um og leita eftir tækifæmm til þess að stunda kynlíf. Það getur í raun ekki hugsað sér samskipti við aðra án kynlífs. Yitna má tO orða fertugrar konu í skýrslu Cames en hún segir m.a.: „Ég hafði alltaf látið mig dreyma um að hitta dásamlegan karlmann sem ég gæti einnig stundað kynlíf með. Ég kynntist slíkum manni en brátt kom að því að ég gat ekki haldið sambandinu við hann. Hann var of blíður, of góður. Ég varð reið vegna þess að hann vildi vera svo góður við mig, vildi aldrei ganga of langt í kyn- lífsathöfnum okkar. Hann skammaði mig ekki einu sinni. Ég man t.d. að eitt sinn, er við sváfum saman, vildi hann aðeins liggja við hliðina á mér, strjúka mig og gæla við mig en ekki hafa kynmök við mig. Það var meira en ég gat þolað. Og samt sem áður var það nákvæmlega þetta sem mig hafði dreymt um. Ég kallaði hann munkinn og sleit sambandinu við hann. Aftur fór ég að umgangast karlmenn sem ég þoldi í raun og veru ekki og átti ekkert sam- eiginlegt með annað en kynlífið. Ég sóttist eftir fullnægingu en fannst ég vera úrhrak. Tilfinning mín var sú að ef karlmaður vildi ekki hafa mök við mig þá væri hann í raun enginn karl- maður.“ Cames segir að rannsóknir sínar leiði það í ljós að töluvert fleiri karl- menn en konur þjáist af kynlífsfíkn og að konur eigi auðveldara með að beina hvötum sínum í aðrar áttir og nefnir til dæmis innkaupaæði og át- æði. Hann segir það líka að nær und- antekningalaust skilji konur, sem haldnar em kynlífsfíkn, við eiginmenn sína og yfirhöfuð em skilnaðir mjög algengir hjá fólki sem þjáist af þessum kvilla, eða um 80%. ÞURFA AÐ FÁ MEÐFERÐ Cames segir ennfremur að það sé ljóst að það sé ekki aðeins kynlífsfíkill- inn sem þurfi að leita sér aðstoðar heldur sé nauðsynlegt að makinn taki þátt í meðferðinni og aðstoði hinn 16

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.