Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 20

Heilsuvernd - 01.03.1994, Blaðsíða 20
fi euiNOt CjATHIODERMIE Aðeins hjáfagfólki Arangursrík andlits, háls og augnmeðíerö. • Vinnur gegn hrukkumyndun. • Narir, styrkir og djúphreinsar. Breska konungsjjölskyldan valdi Cathiodermie um borð í snekkju sína. Eftírtaldar snyrtistofur bjóða upp á Cathiodermie: Reykjavík og nágrenni: Ársól. Grímsbæ s. 31262 Ásýnd. Starmýri 2 s. 677550 Elva, Sólheimum 23 s. 686590 Fegrun, Búðargerði 10 s. 33205 Snyrtistofa Halldóru. Fannarfold 217A s. 671990 Snyrtistofa Katrínar Þorkelsdóttur, Grensásvegt 50 s. 689916 Snyrti- og fótaaðgeröastofan María, Hraunbergí 4 s. 678280 , Saloon Ritz, Laugavegi 66 s. 22460 Snyrtihöilin, Garðatorgi, Garöabæ s. 656520 Tara, Digranesheiöi 15, Kópavogi s. 641011 Þema, Reykjavikurvegi 64, Hafnarfirði s. 51938 Snyrtistofa Ólafar Ingólfsdóttur, Hverfisgötu 105 s.612645 Landsbyggðin: Snyrtistofa Ágústu Guönadóttur, Vestmannaeyjum s. 98- 12268 Dana, Keflavík s. 92-13617 Snyrtistofa Nönnu, Akureyri s. 96-26080 Snyrtihúsiö, Selfossi s 98-22566 Snyrtistofa Lilju Guðnadóttur, Hveragerði s. 98-34535 Nudd- og Snyrtistofan TANJA, Hafnarbraut 5, Dalvík s. 95-63199 mörgu sem eiga við svokallaða „til- finningaheftingu" að stríða. Þetta er fólk sem lærði strax í bamæsku að fara dult með tilfinningar sínar. Þegar þessir einstaklingar eru komnir á full- orðinsár er ástandið því orðið þeim mjög tamt. Þeir eru þá orðnir svo steinrunnir að jafnvel þeirra nánustu geta fallið í þá gryfju að álíta þessa Stigagjöf sjá bls. 18 7-11 Þú ert í góðu jafnvægi, hefur jákvætt lífsviðhorf og átt auðvelt með að tjá tilfinningar þínar. Þú getur sýnt mikla blíðu en einnig rokið upp í reiði ef því er að skipta. Hafðu þó ekki áhyggjur. Það er mun betra að blása út af og til en að bæla reiðina niður og láta hana naga sig að innan. Fólk með þetta viðhorf til lífsins og tilverunnar þjá- ist sjaldan af krónískum krankleika sem erfitt er að finna skýringu á. Þú ert lukkunnar pamfíll! 12-16 Það togast oft á í þér hvort þú eigir að harka af þér eða öskra og láta öllum illum látum. Líklega ertu nokkuð ánægð/ur með lífið og finnst þú sinna fjölskyldunni og starfmu eins og best verður á kos- ið. Gættu þess bara að ofmetnast ekki. Þér gæti hætt til að vanrækja ættingja og vini. Mundu að segja þínum nánustu hvað þér þykir vænt um þá og sýna þeim blíðu. Það verður auðveldara með hveiju skiptinu! 17-21 Þú verður að temja þér að tjá tilfmningar þínar í meira mæli, t.d. með aðstoð hugleiðslu eða slökun- aræfinga. Reyndu að sættast við fortíðina en þar er að fmna lykilinn að þeirri tilfinningalegu bæklun sem þú átt við að stríða. Þú verður að losa um spennuna innra með þér til þess að halda heilsu og til að styrkja tengsl þín við annað fólk — ekki síst nánustu ástvini og sam- starfsmenn. „lokuðu“ persónuleika gjörsneydda öllum tilfmningum. Fólk, sem er haldið framangreind- um kvilla, getur verið yfir sig ástfang- ið án þess að vinir þess eða vanda- menn hafi hugmynd um það. Það sést heldur aldrei gráta, hversu illa sem því líður. Það hlær meira að segja ekki nema í undantekningartilvikum! Og ekki er auðvelt að kreista út úr þessum manneskjum mikið hrifnæmi í votta viðurvist. Dásamlegt sólarlag eða stórkostlegt útsýni eru einungis „ekki sem verst“ því þetta eru snill- ingar í því að setja alla hluti mörgum skörum lægra en efni standa til. VERALDLEG VELGENGNI - INNANTÓMT EINKALÍF Þótt „tilfinningahefting“ teljist sál- rænt vandamál er þetta fólk þó alls ekki geðveikt í venjulegri merkingu þess orðs. Þetta eru ósköp venjuleg- ar manneskjur sem upplifa nákvæm- lega sömu tilfinningar og aðrir — en hafa bara vanið sig á að láta þær ekki í ljós. Dr. Peter Sifeno, sálfræðipró- fessor við Harvard háskóla, hefur líkt þessu ástandi við tilfinningalega les- blindu. Orsakirnar geta verið marg- þættar en þær er að finna í barnæsku viðkomandi fólks. Margt af því var t.d. iðulega húðskammað fyrir að gefa tilfmningum sínum lausan tauminn á fyrstu æviárunum. Hjá öðrum vantaði kannski mikið að á að sambandið við foreldrana væri sterkt og náið. Dr. Sifeno hefur rannsakað þetta fyrirbæri og komist að því að eitthvað skorti á tengsl hægra og vinstra heila- hvels hjá tilfinningaheftu fólki. Einnig virðist það dreyma sjaldnar en annað fólk og ímyndunarafl þess er tak- markaðra en gengur og gerist. Oft má jafnvel þekkja þessa einstaklinga á útlitinu. Þeir eru afar „stífir“ í hreyf- ingum og allri framgöngu, ganga bein- ir í baki og láta aldrei eftir sér að fikta eða fitla. Svipbrigðalítið andlitið er síðan kapítuli út af fyrir sig. Eins og gefur að skilja getur þetta fólk átt erfitt með að tengjast öðrum nánum tilfinningaböndum. Karlmenn Framhald bls. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.