Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 21

Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 21
KVEF Ráð gegn kvefi Kvef er langalgengasti kvillinn sem hrjáir okkur Islendinga. Talið er að hver landsmaður fái kvef að meðaltali einu sinni á ári og oft getur farið svo að fólk verði kvefað hvað eftir annað sama árið. I flestum tilvikum er kvef „saklaus“ sjúkdómur en í einstökum tilvikum getur kvefið þó haft alvarlegar afleiðing- ar, þar sem sjúkdómurinn veikir varnir líkamans og eykur líkur á því að fólk fái ýmsa fylgikvilla. Kvef er veirusjúkdómur sem ekki verður læknaður með lyfjum. Þannig virka t.d. ekki pensilín eða önnur sýklalyf á kvefveirumar en allalgengt er þó að fólki séu gefin slík lyf til til þess að koma í veg fyrir bakteríusýk- ingu sem getur fylgt kvefinu. Ekki er raunhæft að búast við því að nokkm sinni fínnist bóluefíii gegn kvefi. Ástæðan er sú að til em á ann- að hundrað mismunandi veirur sem geta valdið kvefi og að sjúkdómurinn er heldur ekki það slæmur að ástæða hafi þótt til þess að verja mikilli orku og fjármunum til rannsókna á honum. Þar hafa önnur og veigameiri verkefni jafnan gengið fyrir. Kvefveimmar valda bólgum í slím- húð bæði í nefi og í lungum. Slím- myndun vex oft mjög milúð og þarf fólk að losa sig við slímið ýmist með því að snýta því úr nefi sínu eða hósta því upp. Slímið getur oft orðið gulleitt vegna dauðra slímhúðarfrumna. Kvef er sjúkdómur sem fólk getur fengið á öllum árstímum. Venjulega eru þó kveffaraldrar meiri yfir vetar- tímann og halda margir að það orsak- ist af kuldanum en svo er þó ekki. Það er hins vegar staðreynd að ef fólki verður kalt verður mótstaða þess

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.