Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 48

Heilsuvernd - 01.03.1994, Qupperneq 48
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON Hve glöð er Jákvæð og víð- tæk áhrif líkams- þjálf- unar Unglingar, sem stunda líkamsþjálfun, eru ólíklegri til að reykja og drekka en þeir sem lítið eða ekkert rækta líkama sinn. Því betri þjálfun því minni áhugi á óhollust- unni. Og hvað hassið varðar: Sama niðurstaða. Góð þjálf- un tengist því að áhugi fyrir því að prófa hass er hverf- andi. Þetta eru brot af þeim niðurstöðum sem birtar eru í skýrslu frá Rannsóknastofn- un uppeldis- og menntamála eftir rannsókn sem gerð var 1992. Þar var einnig kannað mat unglinganna á sjálfum sér. Ein athyglisverðasta vís- bending þess hluta rannsókn- arinnar, að mati greinarhöf- undar, er sú að tengsl líkams- þjálfunar við sjálfsvirðingu eru sterkari en tengsl getu í íþróttum við sjálfsvirðingu. Þannig virðist þjálfunin sem slík hafa meiri áhrif á það að unglingur beri meiri virðingu fyrir sjálfum sér heldur en það að hann þurfi endilega að vera mestur og bestur í íþróttum. Frumkvöðull rannsóknarinnar er Þórólfur Þórlindsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Hann er forstöðumaður Rannsókna- stofnunar uppeldis- og menntamála en er nú í starfsleyfi og staddur er- lendis. Þorlákur Karlsson er settur forstöðumaður stofnunarinnar í stað Þórólfs. Þeir hafa, ásamt Ingu Dóru Sigfúsdóttur, unnið að úrvinnslu ým- issa gagna könnunarinnar. Heilsu- vernd trítlaði á fund Þorláks Karls- sonar sem kynnti fúslega helstu nið- urstöður og aðferðir við rannsóknina. „Það eflir mjög áreiðanleika rann- sóknarinnar hve mikil þátttaka er í henni. Við lögðum um 12000 spum- ingalista fyrir nemendur og þar af er hreinlega hver einasti nemandi í grunnskólum á landinu sem stundaði 48

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.