Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 50

Heilsuvernd - 01.03.1994, Síða 50
ÆSKA OG IÞROTTIR Hlutfall nemenda í 8.-10. bekk, sem reykja daglega, lækkar með aukinni líkamsþjálfun, þ.e.a.s. í hve góðri þjálfun unglingamir telja sig vera. Pokahornið Þegar gluggað er í niðurstöður rannsóknarinnar um tengsl íþróttaiðkunar við hina ýmsu rannsóknarþætti kemur ýmislegt markvert í ljós. Hér fara á eftir nokkrir athyglisverðir punktar úr pokahorni Þórólfs Þórlindssonar og félaga. Bæði er leitað í texta bókarinnar að ýmsum fróðleikskornum, erlendum og innlend- um, sem þar kunna að leynast, og í talnastuddar niðurstöður samkvæmt rannsókninni. Fyrst könnum við almenn atriði: * líkamsþjálfun og reglusemi í meðferð ávana- og fíkniefna fer saman * unglingarnir meta sjálfir íþróttaiðkun sem fyrirbyggjandi at- ferli og hugsun * erlend könnun sýnir að líkamleg þjálfun geti dregið úr fíkn, til dæmis í nikótín * þjálfarar og leiðbeinendur barna og unglinga eru í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á framgang mála * bömum, sem eru illa á sig komin líkamlega, má hjálpa með sérstökum íþróttatímum til að auka sjálfstraust þeirra * sjálfsvirðing verður ekki síst til í samskiptum einstaklinga og hvernig þeir umgangast hver annan * þátttaka í íþróttum og líkamleg þjálfun hefur góð áhrif á sjálfs- mynd einstaklinga * þótt líkamsþjálfun geti haft áhrif á sjálfsvirðingu er hún samof- in fjölda annarra þátta í vitund einstaklings um sjálfan sig, lík- amlega og andlega * tengsl líkamsþjálfunar við sjálfsvirðingu em sterkari en tengsl getu í íþróttum við sjálfsvirðingu vmmmmmmmmmmmm hve miklum tíma unglingamir verðu til íþróttaiðkunar í skóla, hve mikill tími færi í skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum og hve oft þau stund- uðu íþróttir á eigin vegum, til dæmis skokk eða þvíumlíkt. Einnig var mælt í hve góðri þjálfun þau teldu sig vera og síðan hversu góð þau teldu sig í íþróttum. Allir þessir mælikvarðar tengdust því sem að framan er greint; vímuefnaneyslu, sjálfsímynd, andleg- um þáttum og þáttum í skóla. Sem dæmi um niðurstöður má nefna að líkamsímynd og sjálfsvirðing eykst með aukinni þjálfun. Unglingar, sem minna stunda íþróttir, em frekar haldnir kvíða og þunglyndi en þeir sem stunda íþróttir í meira mæli. Hjá þeim fyrmefndu finnast fleiri sálvef- ræn einkenni. Hvað námið varðar þá fundum við tengsl milli aukinnar lík- amsþjálfunar og betri árangurs í stærðfræði og íslensku en margar rannsóknir hafa sýnt að tilhneiging sé til þess að tengsl séu milli góðrar þjálfunar og betri árangurs í raungr- einum. íslenskan slæðist einnig inn á það borð hjá okkur í þessari rann- sókn.“ Eru tengsl milli þess hve löngum tíma þau verja til líkamsþjálfunar og árangurs í námi? ,Já, í áttunda bekk segjast til dæm- is 15% þeirra, sem stunda íþróttir lít- ið, vera meðal þeirra hæstu í ein- kunnum en í þeim hópi, sem segist stunda íþróttir á hverjum degi eða því semnæst, erunær 27% íflokkiþeirra hæstu samkvæmt svörum ungling- anna sjálfra. Þannig breytist hlutfallið úr um 1/6 upp í 1/4. Að vísu athuguð- um við ekki sérstaklega þá sem stunda keppnisíþróttir en vísbending- ar, sem lesa má úr þessari rannsókn, benda ekki til þess að keppni verði til þess að hamla samskiptahæfni eða slíku. Okkur fannst einnig merkileg svör- un við spumingu um áherslur þjálfara í íþróttum. Þar var spurt hversu mikl- ar áherslur þjálfari leggði á heilbrigt líferni, drengilega framkomu í leik og á sigur. Unglingamir svöruðu yfirleitt því til að þjálfarar legðu minni áhersl- ur á sigur en drengilega framkomu eða heilbrigt lífemi. Það er mjög skemmtileg niðurstaða sem kom satt að segja dálítið á óvart.“ 50

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.