Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 53

Heilsuvernd - 01.03.1994, Page 53
TEXTI: jOHANN GUÐNI REYNISSON Gestur Viðarsson, fyrsti skírteinishafinn í heilbrigðisvísindum á íslandi, að störfum á Landspítalanum. Fyrsti skírteinishafinn í heilbrigðisvísindum á Islandi Heilbrigðisvísindi er orð sem nú hefur skotið upp kollinum í Háskóla íslands. Þaðan útskrifaðist nýverið fyrsti kandídatinn með meistaragráðu í þessum vísindum, Gestur Viðars- son. Útskriftin vakti nokkrar spum- ingar og verður leitað svara við þeim hér. Samtalið leiðir ýmislegt forvitni- legt í ljós sem varðar líkamann, bakt- eríumar og viðnám eða viðnámsleysi af völdum forhertra padda. Heilbrigðisvísindi; stórt orð og mikið. En hvað merkir það? „Ég vissi það eiginlega ekki sjálfur fyrr en ég steig upp á svið til að taka við skírtein- inu. Fram að því var ég bara í „mast- ersnámi" í læknadeild," svarar Gest- ur sposkur. Fyrir honum er hugtakið svo tú jafa nýtt og okkur hinum sem aldrei höfum heyrt það nefat í tengsl- um við háskólanám hérlendis. En fyrst og fremst er hér um að ræða sérhæfmgu á tilteknu sviði. Ýmsar rannsóknir og rannsókna- tengt nám á sviði heilbrigðisvísinda hefur nú færst hingað heim en hingað til hafa íslendingar þurft að sækja þjálfun sína til útlanda. Hér hefur því myndast ágætur stökkpallur fyrir kandídata sem vilja ná sér í doktors- gráður á þessu sviði. Gestur telur ekki loku fyrir það skotið að slíkt eigi fyrir honum að liggja. BYGGING NÁMSINS Nám í heilbrigðisvísindum nær yfir tvö ár eða sextíu námseiningar. Rétt til námsins öðlast þeir sem til dæmis hafa lokið læknanámi, lyfjafræði lyf- sala, hjúkrun, sjúkraþjálfun eða líf- fræði en Gestur er einmitt líffræðing- ur að mennt. Af þessum 60 einingum eru 45 fólgnar í rannsóknum og skilaði Gest- ur ítarlegri áætlun þar að lútandi þegar hann skráði sig í meistaranám- ið. Annað nám er bóklegt og þar tók Gestur fyrir erfðafræði, forritun, ónæmisfræði og fleira auk þess sem hann skilaði stórri ritgerð um við- fangsefni sem snertir einmitt rann- sóknaþátt námsins og teygir anga sfaa allt til þess starfs sem hann gegn- ir í dag. „Ég ætlaði að sækja um vinnu á ónæmisfræðideild Landspítalans þegar mér var þar bent á þennan möguleika; að læknadeild HÍ ætlaði að setja á stofn rannsóknatengt fram- haldsnám. Ég vann síðan að rann- sóknaráætlun í samráði við sérstaka tilsjónamefnd í framhaldi af verkefni 53

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.