Heilsuvernd - 01.03.1994, Side 54
læknanema sem hafði lokið rannsókn-
artengdu BS námi á sama sviði.
Síðan skrifaði ég ritgerð, sem hluta
námsefnisins, um viðtaka fyrir át-
frumur líkamans sem sjá m.a. um át
sýkla og annars ófögnuðar. Ritgerðin
var einskonar samantekt á rannsókn-
arniðurstöðum á þessu sviði. Við-
fangsefnið kom dáKtið inn á aðalverk-
efnið mitt sem fjallaði um virkni bólu-
setningar gegn lungnabólgubakterí-
um (pneumokokkum) í fullorðnum og
virkni hennar, þ.e.a.s. hversu dug-
legar átfrumurnar eru að skófla í sig
bakteríunum."
KYNBÓTASTÖÐ
BAKTERÍA
Lungnabólgubakteríur eru einnig
helsti orsakavaldur eymabólgu í
bömum. Bóluefnið myndar þokka-
lega vöm í fullorðnum en veitir ung-
börnum enga vernd gegn eymabólgu.
Markmiðið er að finna bóluefni fyrir
böm sem kemur í veg fyrir þessar
bólgur og jafnvel fleiri.
Til að ná þessu takmarki ræktaði
Gestur þessar bakteríur í einskonar
kynbótastöð og fylgdist með hæfni
átfruma úr eigin líkama til að útrýma
bakteríunum við mismunandi að-
stæður. Með rannsóknum sínum hef-
ur Gestur leitast við að kanna árang-
ursgildi þeirra aðferða sem notaðar
eru við mælingar á virkni bóluefnisins
til mótefnamyndunar. í ljós kom að
fram til þessa hefur undirhópur mót-
efna, sem hefur engu vamarhlutverki
að gegna, verið mældur. „Ef ekkert
er að gert hefur þetta verulega tmfl-
andi áhrif því í raun er verið að mæla
mótefnamagn gegn þessum bakter-
íum sem endurspeglar á engan hátt
raunverulegt ónæmi gegn þeim.
í dag er yfirleitt notast við tiltölu-
lega einfalda lyfjagjöf til að losa fólk
við bakteríusýkingar sem þessar.
Astæðan er einkum sú að flestar
bakteríur eru næmar fyrir þeim lyfj-
um sem notuð eru (penicillín afleið-
ur). Nú er þó svo komið að við höfum
þurft að fmna upp hvert sýklalyfið á
fætur öðru til þess að vinna á pöddum
sem hafa myndað sér vamir gegn
þeim lyfjum sem fyrir eru á markaðn-
um. Sýklalyfjaþolnar bakteríur breið-
ast nú um landið með ógnvekjandi
hraða og nokkrar tegundir, þar á
meðal stofnar lungnabólgubakter-
íanna, em orðnar alvarlegt heilbrigð-
isvandamál,“ segir Gestur.
LOFAR GÓÐU
„Við erum nú að bólusetja böm
gegn eymabólgu með nýju tilrauna-
efiii sem er beint gegn einum af fjöl-
mörgum stofnum lungna- og eyma-
bólgubakteríanna sem er þolinn gegn
flestöllum sýklalyfjum. Stofninn er
mjög illskeyttur og breiðist mjög ört
út hér á landi. Hann þekktist hins veg-
ar ekki hér fyrr en 1988.
Vænlegast er talið að bólusetja
böm og fullorðna með virku bóluefni
gegn sýklalyfjaþolnum bakteríum til
að stemma stigu við útbreiðslu þeirra
og helst útrýma þeim alveg. Takist
það ekki er hugsanlegt að við stönd-
um frammi fyrir öllu alvarlegra vanda-
máli, þ.e.a.s. ef sýklalyfjaþol stofns-
ins breiðist út til annarra stofna. Ger-
ist það stöndum við í sömu sporum og
forfeður okkar stóðu í fyrir daga sýk-
lalyfja. Það þýðir að erfiðara verður
að kljást við lungnabólgur og annars
konar sýkingar af völdum sömu bakt-
eríu,“ segir Gestur.
Til fróðleiks má geta þess að dán-
artíðni af völdum lungnabólgu er talin
geta aukist þre- til sexfalt frá því sem
nú er.
Nú hafa fjörutíu böm verið bólusett
með hinu nýja efni og benda fyrstu
niðurstöður til þess að það gegni hlut-
verki sínu ágætlega. Þær gefa til
kynna að a.m.k. ákveðinn aldurshóp-
ur bamanna myndi þau mótefni sem
vonast er til.
Enn er ekki ljóst hvort þessi böm
koma til með að sleppa algerlega, eða
að mestu leyti, við eymabólgur og
önnur óþægindi af sama meiði. Tím-
Framhald af bls. 20
með þennan kvilla klifra yfirleitt langt
upp eftir metorðastiganum og verða
stöndugir en þeir lifa fábreyttu einka-
lífi. Þeim líður ekki vel í margmenni
og kjósa því fremur að dunda sér einir
heimafyrir. Þetta brýst dáh'tið öðm-
vísi út hjá kvenfólki. Konur með
þennan kvilla eru stjómsamar og al-
inn á eftir að leiða þróunina í ljós en
víst er að margt í lífsháttum fólks get-
ur unnið samverkandi að því að halda
bakteríum í skeíjum.
ÖNNUR SKAÐSEMI
Allt að 70% fólks hefur að jafnaði í
sér eitthvað af lungnabólgubakteríum
en líkaminn nær að halda þeim í skefj-
um í flestum tilfellum. Að sögn Gests
getur fólk þó unnið gegn sjálfsvöm
líkamans, t.a.m. með reykingum sem
meðal annars draga úr virkni bifhára í
öndunarvegi. Gerist það er aðgangur
baktería að höfuðstöðvum öndunar
og annarrar viðkvæmrar starfsemi
mun greiðari. Reykingar eru hér
langalgengasti mengunarvaldurinn en
ýmis önnur mengun í andrúmslofti
hefur vitaskuld einnig áhrif.
Annað, sem er talið hafa áhrif, er
áfengisneysla þótt ekki hafi tekist að
sanna að alkóhólið sjálft leiki þar neitt
lykilhlutverk. Hins vegar leiða
áfengisáhrifin af sér lifnað sem er ekki
til fyrirmyndar og þau slá á ýmis gildi
og viðmið sem yfirleitt ríkja hjá als-
gáðum. Matur er að sögn Gests ekki
umtalsverður áhrifavaldur í þessum
efnum nema ef um alvarlega vannær-
ingu væri að ræða.
Að öðru leyti ber að geta þess, sem
einnig kom fram í máli Gests, að fólk
er misjafnlega úr garði gert að þessu
leyti sem öðrum. Sumir fæðast ein-
faldlega með virkara ónæmiskerfi en
aðrir. Þá síðamefndu skortir oft hæfi-
leikann til að halda uppi eðlilegum
vörnum og verða þar af leiðandi oftar
veikir. Sumum er meiri fengur í bólu-
setningum af ýmsu tagi til að vinna
upp skort á öðmm sýklavömum lík-
amans. Þannig örvar það sjálft eigið
ónæmiskerfi fyrir tilstilli bólusetning-
arinnar.
varlegar og haldnar fullkomnunarár-
áttu á háu stigi. Þær eru oft lítt hrifnar
af bömum og dýmm.
Þetta fólk getur verið mjög frekt og
hrokafullt í vinnunni en það nær iðu-
lega á „toppinn" í sínu fagi. Þessa
einstaklinga er að finna í öllum at-
vinnugreinum en margir þeirra em
lögfræðingar, læknar, stjómmála-
menn og framámenn í viðskiptalífinu.
54