Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 19
Því má svo bæta við að reipitöglin voru fest við svokallað sila
sem voru venjulega úr kaðli, tvö reipitögl á einn sila, á lykkju
silans voru settar tvær hagldir, endar silans ca. einn meter á
lengd hvoru megin lágu frá högldunum aftur að reipitöglunum,í
gegnum halgdirnar voru reipitöglin dregin þegar bundið var,
silinn var lagður saman tvöfaldur við hverja högld og bundið
fast að því högldin mátti ekki losna á silanum, dálítið millibil var
á milli haglda og á því bili hékk bagginn á klakknum, bil á milli
reipitagla var jafnmikið og bil á milli haglda.
Hagldir voru smíðaðar úr ýmsum efnum og entust misjafn-
lega, þær hagldir sem entust best voru hornhagldir, þær voru
oftast smíðaðar úr hrútshornum, hornin voru sett í pott og látin
sjóða þar til þau urðu mjúk og auðvelt að skera þau til með
beittum hníf, tvær hagldir fengust úr einu góðu horni, í þann
endann sem snéri að höfði kindarinnar var skorin aflöng rauf
ekki stærri en svo að hinn endi homsins kæmist rétt í gegn, í hinn
endann var skorið hak, því næst var hornrenningurinn sveigður
það mikið saman að endanum með hakinu var stungið gegnum
raufina og sat þá hakið fast við brún raufarinnar. Þessar hagldir
voru kallaðar presserkjuhagldir.
Búsáhöld
Áður fyrr urðu heimilin að búa sem mest að því sem var heima
fengið, þar á meðal voru ýms áhöld til daglegra nota og einnig
tæki sem hægt var að framleiða með ýmsa hluti sem voru
ómissandi í lífi og starfi fólksins.
Ég ætla að telja hér upp og lýsa ýmsum áhöldum sem notuð
voru en eru nú týnd og gleymd nema það sem varðveitt er á
söfnum.
Eitt af mörgu sem hvert sveitaheimili varð að eiga voru
mjólkurfötur sem bæði kýr og kvíaær voru mjólkaðar í, þessar
fötur voru heima smíðaðar úr rekaviði og voru falleg ílát sér-
hönnuð eftir reynslu fólksins í gegnum aldirnar bæði hvað hæð
2
17