Strandapósturinn - 01.06.1982, Blaðsíða 157
Sagt er að svo sækti hann (þ.e. draugurinn Bessi) að systr-
unum, að þær misstu sinnu sína og sumir að þær dæju. Hann
meiddi og drap fé manna, og treystist enginn að fyrirkoma
honum. Það er og enn sagt, að hann (þ.e. draugurinn) væri í
selslíki alloft og biti svo mjög fætur undan æðarfuglinum að
nálega þyrri varpið með öllu. En þá er Einar Jónsson bjó á
Kollafjarðamesi, er síðar varð dannebrogsmaður og var bú-
höldur hinn mesti og mikilhæfur. Er mælt að hann tæki það til
ráðs að senda eftir þeim manni er Sveinn hét Eiríksson, kallaður
fjölkunnugur. Bjó hann á Felli í Trékyllisvík, var þar upp alinn
og þá ungur að mælt var, en seinna bjó hann á Eyjum á Bölum í
Bjamarfirði. En fyrir því, að menn kölluðu Bessa svo rammlega
útbúinn, átti Sveinn allerfitt við hann að fást. Þó gat hann slævt
hann nokkuð, svo að aftur skánaði varpið með dugnaði Einars
bónda. Hafði Daði Níelsson frá Kleifum (þ.e. Daði fróði) heyrt
sögu þessa, er hann var vistum í Strandasýslu. Það segja og
Strendir (þ.e. Strandamenn), að Þórdís kona Einars bónda og
dannebrogsmanns, flengdi oft bæinn innan allan daginn með
hrakyrðum við Bessa draug, og yrði þá aldrei vart við hann
nóttina á eftir.“
I sambandi við Svein Eiríksson frá Felli í Trékyllisvík, sem
Gísli telur að hafi verið fenginn til að koma af draugagangi á
Kollafjarðarnesi, gerir séra Jón Guðnason, sem gaf út Stranda-
mannasögu Gísla með mjög miklum leiðréttingum í ættfærslum
og fleiru, þá athugasemd, að í Ámessókn sé alls engan Svein
Eiríksson að finna um þessar mundir, og muni sögnin eiga við
Svein Eiríksson á Felli í Kollafirði (f. 1772, d. 1851). Sú saga
hefur og verið lífseig i héraðinu, er mun hafa við rök að styðjast,
að selur eða selir hafi spillt æðarvarpi á Kollafjarðarnesi hjá
Einari dannebrogsmanni, sem hann að lokum gat banað eða
fælt burtu með byssuskotum. Hefur þá að líkindum verið um
sama eða svipað fyrirbæri að ræða, eins og þegar hrafnar leggjast
á nýfædd lömb, eða á kartöflugrös í görðum áður en uppskera er
byrjuð. Yfirleitt er þá aðeins um einn eða mest tvo einstaklinga
að ræða, og takist að fyrirkoma þeim er björninn unninn.
Séra Hjálmar Þorsteinsson andaðist í Tröllatungu 2. júlí árið
155